Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman frá fyrri ársfjórðungi um 1,1% í byggingarstarfsemi, 2,0% í iðnaði, 4,3% í samgöngum og um 4,6% í verslun.

Heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna á greidda stund jókst frá fyrri ársfjórðungi um 0,8% í iðnaði en dróst saman um 0,3% í byggingarstarfsemi, 2,1% í verslun og um 2,2% í samgöngum. Í heildarlaunakostnaði án óreglulegra greiðslna eru undanskildar greiðslur sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili eins og desember- og orlofsuppbót.

Árshækkun heildarlaunakostnaðar á greidda stund frá 3. ársfjórðungi 2011 var á bilinu 3,1% til 5,8%. Mest var hækkunin í byggingarstarfsemi en minnst í samgöngum. Á sama tímabili jókst heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna mest í byggingarstarfsemi eða 6,2% en minnst í verslun 4,1%.

 

Vísitala launakostnaðar er kostnaðarvísitala sem sýnir breytingar á launakostnaði á greidda vinnustund og er ekki leiðrétt fyrir breytingum í samsetningu vinnuafls og vinnustunda. Niðurstöður eru birtar með fyrirvara um breytingar. Vísitala launakostnaðar er gefin út ársfjórðungslega og reiknuð samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 450/2003.

Talnaefni