Hægt er að búa til fyrirspurnir í px-töflunum og vista/geyma þær. Fyrirspurnirnar uppfærast þegar ný gögn eru gefin út.

Þetta er hægt við flestar töflur á vef Hagstofunnar, einstaka töflur eru þó ekki með skilgreinda svokallaða tímabreytu og er þetta þá ekki hægt. Þá koma þessi skilaboð þegar valið er að búa til fyrirspurn: Það er ekki mögulegt að uppfæra leitina þar sem engin tímabreyta er skilgreind í þessari töflu.

Fyrst þarf að velja úr töflunni það sem á að vera í fyrirspurninni, sjá leiðbeiningar um hvernig valið er úr töflum (px-töflum).

Leiðbeiningar um px: Vista niðurstöður mynd 1


Valið er Búa til fyrirspurn

Byrjað er á að velja tímabil fyrir fyrirspurnina.

  1. Sami fjöldi tímabila með nýjasta tímabil uppfært. Þessi fyrirspurn skilar alltaf fimm árum talið frá og með nýjasta árinu. Þegar ný gögn koma í þessa töflu skilar fyrirspurnin runum 2020 til 2024.
  2. Fast upphafstímabil með hækkandi fjölda uppfærðra tímabila. Þessi fyrirspurn skilar gögnum frá árinu 2019 og bætir síðan nýjum árum við.
  3. Sömu tímabil og valin voru. Fyrirspurnin skilar eingöngu niðurstöðum fyrir þau ár sem valin voru. Hér fyrir neðan árunum 2019-2023.
  4. Tafla á skjá. Smellt er þarna til að sjá lista yfir þau form sem hægt er að vista niðurstöðurnar á.


Leiðbeiningar um px: Vista niðurstöður mynd 2


Velja hvernig vista eigi niðurstöðurnar

Hægt er að vista niðurstöðurnar á margs konar formum eins og sést í listanum hér fyrir ofan. Þegar formið hefur verið valið er ýtt á Vista niðurstöður.


Leiðbeiningar um px: Vista niðurstöður mynd 3


Hægt er að senda slóðina með tölvupósti eða afrita.
Ef valin er tafla á skjá er t.d. hægt að afrita slóðina í vafra og vista þar. Þegar ný gögn koma í töfluna uppfærist taflan í vafranum.


Ef þú vilt fá gögnin í Excel

  1. Fyrst velurðu Excel (xlsx) í listanum.

  2. Leiðbeiningar um px: Vista niðurstöður mynd 3


  3. Síðan nærðu í slóðina, afritar hana eða sendir í tölvupósti.

  4. Leiðbeiningar um px: Vista niðurstöður mynd 3


  5. Loks opnarðu Excel.
    1. Velur Data í flipanum uppi.
    2. Velur From Web í stikunni.
    3. Afritar slóðina undir URL í glugganum sem opnast og smellir á OK.

    4. Leiðbeiningar um px: Vista niðurstöður mynd 3


    5. Smellir á númer töflunnar í glugganum sem opnast.
    6. Velur síðan annað hvort Laod eða Transform data og þá birtast niðurstöðurnar.

    Leiðbeiningar um px: Vista niðurstöður mynd 3


    Þegar ný gögn koma gæti þurft að ýta á Refresh í stikunni fyrir ofan.