Upplýsingatækni - Evrópskt upplýsingasamfélag


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Upplýsingatækni - Evrópskt upplýsingasamfélag

0.2 Efnisflokkur

Ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Framleiðslu- og fyrirtækjadeild
Hagstofu Íslands
Borgartúni 21a
150 Reykjavík
Fax 528 1299

Bylgja Árnadóttir
Sími: 528 1263
Netfang: bylgja.arnadottir@hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Krafan um tölfræðiupplýsingar um útbreiðslu og notkun á upplýsingatækni hefur farið vaxandi á liðnum árum samhliða sívaxandi framþróun á tæknisviðinu. Í byrjun ársins 2002 tók Hagstofan við verkefni af verkefnisstjórn forsætisráðuneytisins um upplýsingasamfélagið sem felst í því að safna tölulegum upplýsingum um upplýsingasamfélagið.

Tilgangur upplýsingasöfnunarinnar er að fá mynd af þróun upplýsingasamfélagsins í Evrópu.

Um nokkurra ára skeið hafa hagstofur á EES-svæðinu gert árlegar kannanir á notkun heimila, einstaklinga og fyrirtækja á upplýsingatækni. Árið 2004 var sett reglugerð sem skyldar öll aðildarríki EES-svæðisins að gera slíkar kannanir. Við framkvæmdina er notaður samræmdur spurningalisti og samræmd aðferðafræði og er hér því um að ræða fyllilega samanburðarhæfar niðurstöður.

Hagstofa Íslands hefur gert kannanir á notkun upplýsingatækni og internets meðal heimila, einstaklinga og fyrirtækja frá árinu 2002.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Stjórnvöld, alþjóðastofnanir, lögaðilar og einstaklingar. Gögnin nýtast þeim sem áhuga hafa á að fylgjast með framvindu á notkun upplýsingatækni á Íslandi og vilja bera notkun á Íslandi saman við notkun í öðrum löndum.

Við gerð spurningalista er stuðst við samræmdan spurningalista Evrópusambandsins. Niðurstöður eru því samanburðarhæfar milli landa.

0.6 Heimildir

Kannanir hagstofa EES-landa. Við gerð spurningalista er stuðst við samræmdan spurningalista Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Tölurnar eru að mestu leyti fengnar úr gagnabanka Eurostat um upplýsingasamfélagið. Gagnabankinn er öllum opinn á slóðinni: http://europa.eu.int/comm/eurostat, farið er í Data og þaðan í efnisflokkinn Information Society Statistics.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun


0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

Reglugerð Evrópusambandsins nr. 808/2004 um hagskýrslugerð um upplýsingasamfélagið.

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Niðurstöður gefa upplýsingar um tölvu- og internetnotkun í löndum Evrópu.

1.2 Tölfræðileg hugtök


2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis


2.2 Vinnslutími


2.3 Stundvísi birtingar


2.4 Tíðni birtinga


3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki


3.2 Skekkjuvaldar í gögnum


3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar


4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Tölur eru að öllu jöfnu samanburðarhæfar milli ára.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Við gerð spurningalista er stuðst við samræmdan spurningalista Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Niðurstöður Hagstofu Íslands eru því samanburðarhæfar við niðurstöður kannana á öðrum Norðurlöndum sem og í löndum Evrópusambandsins.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Einungis verða birtar lokatölur.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Fréttir birtar á vef Hagstofunnar
  • Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
  • Hagtíðindi, ritröð

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar


5.3 Skýrslur

Hagtíðindi: Upplýsingatækni

5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá ábyrgðarmanni sviðsins.

© Hagstofa �slands, �ann 6-5-2008