Mannfjöldinn 1. desember


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Mannfjöldinn 1. desember

0.2 Efnisflokkur

Mannfjöldi

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Brynjólfur Sigurjónsson
Hagstofa Íslands
brynjolfur.sigurjonsson (hjá) hagstofa.is
s. 528 1033

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Frá árinu 1703 til 1960 var mannfjöldinn ákvarðaður með manntali, en frá og með 1960 hefur mannfjöldinn verið áætlaður árlega út frá stöðu þjóðskrár eins og hún stendur 1. desember. Stöðuskráin gefur upplýsingar um þróun fólksfjölda og samsetningu.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Fjármálaráðuneyti vegna skiptingar landsmanna í trúfélög, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga vegna úthlutunar úr sjóðnum.

0.6 Heimildir

Manntöl og íbúaskrá Þjóðskrár.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.
Lög um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962.
Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 105/1996.
Lög um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun


0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Aðalmanntöl á Íslandi 1910-1960 voru tekin miðað við 1. eða 2. desember og frá stofnun þjóðskrár árið 1952 hefur mannfjöldinn verið gerður upp miðað við 1. desember.

Út frá fólksfjöldafræðilegu sjónarmiði hefur sjálf dagsetningin 1. desember fremur litla þýðingu og í sínum útreikningum styðst mannfjöldadeild Hagstofu Íslands fyrst og fremst við tölur um miðársmannfjölda (1. júlí) og mannfjölda 1. janúar.

Stjórnsýslulegt gildi 1. desember talna er hins vegar ennþá nokkuð. Skipting fjármuna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga milli sveitarfélaga byggir til að mynda á fólksfjölda þann dag og er því mikilvægt að sem nákvæmastar tölur liggi fyrir um fjölda íbúa eftir landshlutum og sveitarfélögum. Þá byggir skipting sóknargjalda á milli sókna og trúfélaga á fjölda í sóknum / trúfélögum 1. desember næst á undan gjaldári.

Fram til ársins 2004 miðaðist skattlagning við lögheimili manns 1. desember á tekjuári. Þessu var breytt með lögum nr. 116/2005 og miðast skattlagning frá því ári við lögheimili í árslok. Vegna þessarar breytingar var jafnframt hætt fyrra vinnulagi Þjóðskrár, að senda eintak af íbúaskrá 1. desember til sveitarfélaga til leiðréttinga og athugasemda. Útgáfu endanlegra mannfjöldatalna 1. desember var jafnframt hætt.

Eftirtalin atriði koma fram í fréttatilkynningum:

 • Mannfjöldi eftir kyni, aldri og trúfélagsaðild
 • Mannfjöldi eftir kjördæmum, götum, póstnúmerum, sveitarfélögum og landsvæðum
 • Mannfjöldi í byggðakjörnum og strjálbýli
 • Mannfjöldaþróun á Íslandi yfir 10 ára tímabil

1.2 Tölfræðileg hugtök

Sjá vörulýsingu fyrir Mannfjöldinn 1. janúar.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Þjóðskráin er gerð upp eins og hún stendur 1. desember ár hvert.

2.2 Vinnslutími

5 vinnudagar

2.3 Stundvísi birtingar

Tölur um mannfjölda birtast skv. birtingaráætlun.

2.4 Tíðni birtinga

Árleg.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Sjá vörulýsingu fyrir Mannfjöldinn 1. janúar.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Sjá vörulýsingu fyrir Mannfjöldinn 1. janúar.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Engin öryggismörk reiknuð þar sem um heildarsafn er að ræða.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Byrjað var á því að taka stöðuskrár þjóðskrár fyrir 1. desember árið 1960. Vinnsluferlið hefur verið svipað ár frá ári og tölur frá fyrri árum eru samanburðarhæfar við seinni ár. Árið 1988 breytist ásýnd þjóðskrár nokkuð því það ár eru kennitölur teknar upp, en ekki er talið að sú breyting hafi haft áhrif á gæði fjöldatalna úr þjóðskrá 1. desember.

Frá 2005 eru eingöngu birtar bráðabirgðatölur en fram að þeim tíma voru endanlegar tölur birtar að hausti ári síðar eftir úrskurði á vafamálum um lögheimili einstaklinga.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur


4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Vik bráðabirgðatalna og endanlegra 1. desember talna er aðallega til komið vegna úrskurðar á vafamálum á lögheimili einstaklinga. Á árabilinu 1998-2001 munaði ekki meira en 25 manns á milli bráðabirgða- og endanlegra talna. Árið 1998 munaði þrettán, 1999 munaði fimmtán, árið 2000 munaði 4 og árið 2001 munaði 25.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

 • Fréttir birtar á vef Hagstofunnar
 • Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
 • Hagtíðindi, ritröð
 • Landshagir, árbók Hagstofu Íslands
 • Hagtíðindi. Mánaðarrit Hagstofu Íslands. Útgáfu hætt 2004
 • Mannfjöldaskýrslur til ársins 1980. Í ritröðinni Hagskýrslur Íslands
 • Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögn geymd á tölvutæku formi hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands. Ekki er veittur aðgangur að einstaklingsbundnum gögnum en unnt er að fá sérvinnslur úr þeim gegn greiðslu.

5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands í síma 528 1030 eða með tölvupósti: mannfjöldi (hjá) hagstofa.is.

© Hagstofa �slands, �ann 2-11-2010