Jafnréttismál


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Jafnréttismál

0.2 Efnisflokkur

Félags- og heilbrigðismál

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Sigríður Vilhjálmsdóttir
Hagstofa Íslands
Sími: 528 1054
Bréfsími: 528 1199
Netfang: sigridur.vilhjalmsdottir@hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Það er samfélagslegt markmið hér á landi að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynja á öllum sviðum. Því er nauðsynlegt að vita hver staðan er á hverjum tíma og hvernig þróunin hefur verið. Til að svara því eru hagtölur um konur og karla settar fram sérstaklega en talnaefni um konur og karla er jafnframt birt eftir efnisflokkum. Sérstakar útgáfur Hagstofu Íslands með kynjatölum komu í kjölfar samvinnu norrænu hagstofanna á þessu sviði á níunda og tíunda áratug síðusta aldar.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Einstaklingar, fjölmiðlar, aðilar í innlendri stjórnsýslu, stofnanir og samtök, svo og sambærilegir aðilar erlendis. Efnið ætti að nýtast við mat á stöðu kynja í samfélaginu og almenna umfjöllun, við stefnumótun og sem grundvöllur ákvarðana og aðgerða til að ná fram markmiðum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

0.6 Heimildir

Efni um konur og karla á vefsíðu og í útgáfum Hagstofu Íslands sem varðar mannfjöldann, heilsufar og félagslega stöðu, menntun og menningu, vinnumarkað, laun og tekjur, fyrirtæki og kosningar. Auk þess er efnis aflað um kynjaskiptingu í áhrifastöðum hjá ýmsum aðilum.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 er eftirfarandi ákvæði í 21. gr. "Í opinberri hagskýrslugerð um einstaklinga og í viðtals- og skoðanakönnunum skal greint á milli kynja við söfnun gagna, úrvinnslu þeirra og birtingu upplýsinga nema sérstakar ástæður, svo sem persónuverndarhagsmunir, mæli gegn því." Hagstofa Íslands hafði áður en þessi lög komu til sögunnar lagt sig eftir því að safna, vinna og birta tölur um einstaklinga eftir kyni.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Mikið af því efni sem nýtt er í viðfangsefninu um stöðu kynja er þegar fyrir hendi í efnisflokkum Hagstofu Íslands. Viðbótarefni er aflað utan Hagstofu ýmist reglubundið eða í tengslum við tilteknar útgáfur.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Efnið spannar hagtölur eftir kyni um mannfjölda, skólamál, félagslega stöðu, heilsufar, vinnumarkað, forsvarsmenn fyrirtækja, tekjur og laun, kosningar og áhrifastöður þar sem það er sett fram í sérstökum útgáfum um konur og karla.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Vísað er til viðeigandi efnisflokka með tölfræðileg hugtök eftir því sem við á en í flestum tilvikum er verið að sýna fjölda og
hlutföll.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Yfirleitt almanaksárið en stundum er miðað við tiltekinn tímapunkt árlega. Ef efni er byggt á könnunum utan Hagstofu er síður um reglulega tímapunkta að ræða.

2.2 Vinnslutími

Mismunandi og tekur einkum mið af útgáfum eða fyrirspurnum.

2.3 Stundvísi birtingar

Lykiltölur um konur og karla sem birtar eru á vef Hagstofunnar eru uppfærðar árlega.

2.4 Tíðni birtinga

Lykiltölur um konur og karla á vef Hagstofunnar eru reglubundnar og uppfærðar a.m.k. einu sinni á ári en sérstakar útgáfur eru ekki tímasettar.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Vísað er til viðeigandi efnisflokka Hagstofunnar um það efni sem sótt er þaðan. Viðbótarefni er aflað úr útgáfum, veftöflum eða með fyrirspurnum til viðkomandi aðila. Efnið er yfirfarið eftir föngum.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum


3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar


4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Samanburður er gerður milli ára þegar efni leyfir og tilefni gefur. Ættu tölur að öllu jöfnu að vera samanburðarhæfar. Við breytingu á skilgreiningum gæti þurft að gera skil í tímaröð og er þess þá getið í skýringum við efnið sem birt er.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Tölur innanlands eru bornar saman eftir því sem unnt er og við á í hverju tilviki. Þær eru í sumum tilvikum einnig bornar saman milli landa hjá alþjóðlegum stofnunum.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna


5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

Fréttir, birtar á vef Hagstofunnar
Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
Hagtíðindi, ritröð
Landshagir, árbók Hagstofu Íslands.
Tölur eru látnar í té til alþjóðlegra stofnana þegar eftir því er leitað t.d . UNECE Gender Statistics Database; Women in Science data base hjá Evrópusambandinu.

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögn eru yfirleitt unnin í Excel skjölum. Efni sem birtist í Hagtíðindum eða á hagtöluvef Hagstofu er aðgengilegt þar.

5.3 Skýrslur

Hagtíðindi.
Konur og karlar 1994; Konur og karlar 1997.
Konur í vísindum á Íslandi útgefið af menntamálaráðuneytinu 2002; She Figures útgefið af Women in Science, ESB 2003 og 2006.
Blöðungur Women and Men in Iceland 2007 útgefinn í samvinnu við Jafnréttisstofu og félagsmálaráðuneyti.

5.4 Aðrar upplýsingar


© Hagstofa �slands, �ann 20-3-2007