Umhverfistölur


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Umhverfistölur

0.2 Efnisflokkur

Umhverfi og veður

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Fyrirtækjasvið
Hagstofu Íslands
Sími: 528 1000
umhverfi@hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Tilgangurinn er að safna tiltækum talnagögnum um umhverfismál frá sérhæfðum stofnunum á þessu sviði, halda þeim til haga og koma á framfæri innanlands og utan. Skipuleg söfnun á vegum Hagstofunnar hófst árið 1993 og er verkið unnið í samvinnu við ýmsar fagstofnanir sem sjá um eftirlit og mælingar á sviði umhverfismála.
Aðdragandi var þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 5. maí 1990 um að láta kanna aðferðir við útreikning þjóðhagsstærða þar sem tekið er tillit til áhrifa framleiðslustarfsemi á umhverfi og náttúrulegar auðlindir.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Fyrirspurnir frá alþjóðastofnunum eru fyrirferðarmestar. Innanlands hefur einna mest borið á fyrirspurnum frá nemendum sem vinna að ritgerðum eða verkefnum tengdum ýmsum umhverfismálum. Aðrir notendur eru ferðamenn, ýmsar opinberar stofnanir, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Einnig leita starfsmenn fagstofnana á einstökum sviðum eftir upplýsingum um önnur svið umhverfismála.

0.6 Heimildir

Heimildir koma frá sérhæfðum stofnunum sem sjá um eftirlit og mælingar á hinum ýmsu sviðum umhverfismála.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Þingsályktun samþykkt á Alþingi 5. maí 1990 kveður á um að komið verði skipulagi á hagskýrslugerð um umhverfismál og nýtingu auðlinda.
Auk þess hafa Íslendingar samþykkt og undirritað ýmsa alþjóðlega sáttmála sem gera þeim skylt að standa skil á talnalegum upplýsingum á ýmsum sviðum umhverfismála.
Einnig er unnið eftir bestu getu í samræmi við leiðbeiningar S.Þ. um ramma fyrir auðlinda- og umhverfistölfræði (FDES Framework for the Development of Environment Statistics) frá árinu 2013.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Leitað er eftir upplýsingum árlega vegna taflna sem birtast í veftöflum. Að því frátöldu miðast svarbyrði gjarnan við fyrirspurnir frá alþjóðlegum stofnunum og þann frest sem þar er upp gefinn.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

Reglugerð (EB) nr. 2150/2002 um hagskýrslur um úrgang, m.s.b.
Reglugerð (EB) nr. 1185/2009 um hagtölur um varnarefni og skordýraeitur, m.s.b.
Reglugerð (ESB) nr. 691/2011 um evrópska umhverfisreikninga, m.s.b.
Data Collection Manual for the OECD/Eurostat Joint Questionnaire on Inland Waters Tables 1 - 7

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Efnisflokkum er skipt í eftirfarandi meginkafla í samræmi við ramma S.Þ. um auðlinda og umhverfistölfræði:
1. Landupplýsingar
2. Náttúrufar
3. Náttúruauðlindir
4. Losun í umhverfið
5. Náttúruvá og hamfarir
6. Samfélag og umhverfisstjórnun


1.2 Tölfræðileg hugtök

Útstreymi ýmissa lofttegunda getur valdið röskun á umhverfi og verið skaðlegt heilsu manna. Nefna má

Koldíoxíð og útstreymi þeirra lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrfum, brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisoxíð, kolmonoxíð, rokgjörn lífræn efni og díoxíð. Útstreymi er oftast gefið upp í 1.000 tonna og borið saman milli ára. Í samanburði á útstreymi lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum er útstreymið gefið upp í þús. tonna að CO2 ígildi og útstreymi díoxíns er gefið upp í grömmum eiturjafngildis. Samanburður milli landa er gjarnan í kg á íbúa eða kg á km2 lands. Þykkt ósonlagsins er mælt í Dobsoneiningum, sem er 0,001 cm ósons, miðað við loftkennt ástand, einnar loftþyngdar þrýsting og 0°C hita.
Válistar eru notaðir til þess að fylgjast með dýra- og plöntutegundum í útrýmingarhættu. Þeir eru byggðir upp á eftirfarandi alþjóðlegum skammstöfunum og er hver skammstöfun gjarnan dregin af enska orðinu sem við á: EX= tegund telst vera útdauð; EW= tegund telst vera útdauð í náttúrunni; CR= tegund telst vera í bráðri hættu; EN= tegund telst vera í hættu; VU= tegund telst vera í yfirvofandi hættu; LR= tegund telst vera í nokkurri hættu; DD= upplýsingar um tegund eru ófullnægjandi; NE= tegund telst ekki hafa verið metin ennþá.
Úrgangi er skipt í úrgang frá sveitarfélögum, rekstrarúrgang, annan úrgang og spilliefni. Úrgangi frá sveitarfélögum er síðan skipt í blandaðan heimilisúrgang sem skýrir sig sjálft og flokkaðan úrgang frá sveitarfélögum, svo sem timbur, pappír o.fl. Rekstrarúrgangur flokkast í blandaðan og flokkaðan rekstrarúrgang og má þar nefna sláturúrgang, fiskúrgang, sjúkrahúsúrgang o.fl. Það sem fellur undir annan úrgang eru hjólbarðar og brotamálmar. Undir spilliefni fellur m.a. sóttmengaður úrgangur og olíuúrgangur.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Yfirleitt almanaksárið, en í einstaka flokkum er einungis falast eftir upplýsingum annað hvert ár eða sjaldnar. Á það við gildi eða talningar sem eingöngu breytast til lengri tíma litið og lítið sem ekkert milli ára.

2.2 Vinnslutími

Yfirleitt almanaksárið, en í einstaka flokkum er einungis falast eftir upplýsingum annað hvert ár eða sjaldnar. Á það við gildi sem breytast lítt sem ekkert milli ára.

2.3 Stundvísi birtingar

Reynt er að birta töluleg gögn eins fljótt og auðið er á árinu svo fremi sem gögn hafi borist og verið unnin og yfirfarin.

2.4 Tíðni birtinga

Flestar töflur eru birtar árlega, en þar sem tölfræði breytist lítið frá ári til árs, svo sem landupplýsingar, eru gögnin uppfærð sjaldnar.

Komið hafa út þrjú rit um umhverfistölur á vegum hagstofunnar. Árin 1997, 1998 og 2005, en þá var sérstök útgáfa Hagtíðinda undir heitinu Umhverfi og loftmengun. Allt prentað efni er birt á vef Hagstofunnar.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Upplýsingar fást beint frá þeim stofnunum sem eru ábyrgar fyrir hvern málaflokk og hljóta að teljast áreiðanlegar á þeim tíma er þær berast. Nýjar skilgreiningar, stundum alþjóðlegar, sérstaklega í mælingum á útstreymi lofttegunda, hafa leitt til breytinga á heilum talnaröðum. Í öðrum flokkum umhverfismála hefur komið fyrir að nýjar mælingar eða talningar, sem hafa talist áreiðanlegri en hinar fyrri, hafi leitt til breytinga á fyrri tölum.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum


3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar


4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Samanburður er gerður milli ára í flestum efnisflokkum. Ætti sá samanburður að vera nokkuð áreiðanlegur, enda heilu tímaröðunum breytt ef breyting verður á skilgreiningum eða forsendum eins og fram kemur í umfjöllun um áreiðanleika upplýsinga.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Samanburður er gerður milli:
  • Norðurlandanna
  • Landa innan Evrópusambandsins og eru þá lönd í hinu Evrópska efnahagssamstarfi með í samanburðinum.
  • Landa innan Efnahags- og framfara stofnunarinnar (OECD).

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Bráðabirgðatölur koma aðallega fyrir í efnisflokknum um útstreymi lofttegunda. Bráðabirgðatölur um útstreymi geta verið allt frá því að vera hreinar spátölur, byggðar á eldsneytisnotkun fyrri ára og spá um notkun á viðkomandi ári, eða sambland af því og raunverulegri mælingu á eldsneytisnotkun. T.d. gætu rauntölur um bensínnotkun bifreiða og skipa verið þekktar áður en rauntölur fyrir aðrar uppsprettur liggja fyrir og er þá notast við spátölurnar fyrir þá þætti útstreymis.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

Töflur í Landshögum:
  • Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
  • Hagtíðindi, ritröð
  • Landshagir, árbók Hagstofu Íslands
·
Auk þess hafa komið út þrjú rit um umhverfistölur á vegum hagstofunnar. Árin 1997, 1998 og 2005, en þá var sérstök útgáfa Hagtíðinda undir heitinu Umhverfi og loftmengun. Allt prentað efni er birt á vef Hagstofunnar.

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögn koma frá hinum ýmsu fagstofnunum, flest í EXCEL töflum, en í einstaka tilfelli handskrifuð með pósti eða með faxi. Handskrifuð gögn eru slegin í EXCEl töflur og eru grunngögn varðveitt þannig. Þær upplýsingar sem birtar eru í Landshögum eru varðveitt sem Landshagatöflur. Fyrirspurnir frá Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat berast nú á tölvuvæddu formi í sérstökum töflum og eru þau gögn varðveitt í þeim töflum. Huga mætti að geymslu á annan og samræmdari hátt.

5.3 Skýrslur

Þrjú rit hafa komið út hjá Hagstofunni um umhverfistölur. Fyrst árið 1997 sem sýnir samanburð ýmissa umhverfisþátta við önnur Evrópulönd. Síðan árið 1998 sem sýnir aðallega innlendar umhverfistölur og á árinu 2005 kom út sérhefti Hagtíðinda er bar heitið Umhverfi og loftmengun.

5.4 Aðrar upplýsingar


© Hagstofa �slands, �ann 6-1-2016