Dánir
- Skráningaratriði fyrir viðfangsefni
- Efni
- Tími
- Áreiðanleiki og öryggismörk
- Samanburður
- Aðgangur að upplýsingum
0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni
0.1 Heiti
Dánir0.2 Efnisflokkur
Mannfjöldi0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.
Hagstofa ÍslandsMannfjölda- og manntalsdeild
Þórunn Guðmundsdóttir
thorunn.gudmundsdottir (hjá) hagstofa.is
Brynjólfur Sigurjónsson
brynjolfur.sigurjonsson (hja) hagstofa.is
0.4 Tilgangur og aðdragandi
Með konungsbréfi árið 1735 var biskupum Íslands gert að safna árlegum skrám frá prestum um dána. Árleg manntöl presta lögðust af með tilkomu þjóðskrárinnar 1952 og hafa upplýsingar um fjölda, kyn, aldur og hjúskaparstétt dáinna fengist úr henni síðan. Skýrslum um dánarorsakir var almennt byrjað að safna á Íslandi árið 1911 en þá tóku gildi lög frá alþingi. Skýrslurnar byggðust á dánarvottorðum um mannslát í þéttbýli þar sem læknir var búsettur en að öðru leyti á upplýsingum frá prestum, sem héraðslæknum var ætlað að yfirfara og leiðrétta eftir bestu vitund. Með lögum frá 1950 var gert skylt að gefa út dánarvottorð fyrir alla dána. Núgildandi lög um dánarvottorð eru frá 1998.
0.5 Notendur og notkunarsvið
Landlæknisembættið, stjórnvöld, rannsakendur og einstaklingar0.6 Heimildir
Breytingaskrá Þjóðskrár, dánarvottorð um dánarmein, krufningar o.fl. samkv. lögum nr. 61/1998. 0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð
Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.Lög nr. 21/1990 um lögheimili.
Lög um dánarvottorð nr. 61/1998.
Lög um ákvörðun dauða 15/1991.
Reglugerð um ritun dánarvottorða, réttarlæknisfræðilega líkskoðun, réttarkrufningu og tilkynningu til Hagstofu Íslands um andvana fædd börn, nr. 248/2001.
0.8 Svarbyrði við innsöfnun
0.9 Ákvæði vegna EES og ESB
1. Efni
1.1 Efnislýsing
Úr þjóðskránni eru m.a. unnar upplýsingar um heildarfjölda dáinna með lögheimili á Íslandi (samkvæmt lögum nr. 5 um lögheimili frá 1990), burtséð frá því hvar þeir dóu.Öll dánarvottorð sem gefin eru út á Íslandi eru send Hagstofunni, skráð og flokkuð þar eftir dánarorsök/orsökum.
Eftirtalin atriði koma fram í útgefnu efni:
- Dánir eftir kyni, aldri og sveitarfélagi
- Ungbarnadauði og andvana fædd börn
- Dánir eftir dánarorsök
- Ótímabær dauðsföll
- Fjöldi krufninga
1.2 Tölfræðileg hugtök
Andvana fædd börn (late fetal deaths): Andvana fædd börn eru þau börn sem koma í heiminn án lífsmarks eftir að 28 vikna meðgöngu er náð. Tíðni andvana fæddra er reiknuð af 1.000 fæðingum alls (samtala lifandi og fæddra).Burðarmálsdauði (perinatal mortality): Burðarmálsdauði nær til andvana fæddra barna og þeirra sem deyja innan 7 daga frá fæðingu reiknað af öllum fæðingum (bæði lifandi og andvana) á árinu.
Dánarorsök: Dánarorsakir eru flokkaðar eftir alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Skráin er endurskoðuð reglulega og síðan 1996 hefur 10. útgáfa hennar (ICD-10) gilt á Íslandi.
Dánartíðni: Sýnir hlutfall dáinna af 1.000 íbúum. Aldursbundin dánartíðni er sýnd sem hlutfall dáinna í ákveðnum aldursflokkum af 1.000 íbúum 1. júlí ár hvert í sömu aldursflokkum.
Nýburadauði (neonatal mortality): Með nýburadauða er átt við þau börn sem deyja innan 28 daga frá fæðingu miðað við 1.000 lifandi fædda á árinu.
Ótímabær dauðsföll (preventable deaths): Með ótímabærum dauðsföllum er átt við þau dauðsföll sem hefði mátt koma í veg fyrir með réttri meðferð eða forvörnum. Ekki er ein alþjóðleg skilgreining til á ótímabærum dauðsföllum. Hér eru valin sömu dánarmein og notuð eru í skilgreiningu sænsku heilbrigðisyfirvaldanna. Miðað er við aldurshópinn 1-74 ára, nema fyrir öndunarfærasjúkdóma, asma, mislinga og kíghósta, þá er miðað við aldurshópinn 1-14. Tíðni andláta er miðuð við fjölda dauðsfalla per 100.000 íbúa.
Ungbarnadauði: Sýnir hlutfall dáinna barna á fyrsta aldursári á hverju ári af 1.000 lifandi fæddum börnum það ár.
2. Tími
2.1 Viðmiðunartími talnaefnis
Almanaksárið.2.2 Vinnslutími
Gefnar eru út bráðabirgðatölur yfir látna í apríl ár hvert en tölur yfir dánarmein og endanlegar tölur yfir dána, í lok september.2.3 Stundvísi birtingar
2.4 Tíðni birtinga
Árlega.3. Áreiðanleiki og öryggismörk
3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki
Upplýsingar um fjölda dáinna sem birtar eru í töflum Hagstofu Íslands eru nákvæmar og öruggt má telja að upplýsingar um öll dauðsföll á Íslandi skili sér til Hagstofunnar. Læknar gefa út dánarvottorð vegna allra dauðsfalla og til undartekna heyrir að dánarorsök liggi ekki fyrir. 3.2 Skekkjuvaldar í gögnum
Ónákvæmni í ritun undirliggjandi eða meðfylgjandi dánarmeina getur valdið skekkju í flokkun gagnanna.3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar
Engin öryggismörk reiknuð þar sem um heildarsafn er að ræða.4. Samanburður
4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila
Skýrslna um fjölda dáinna, kyn, aldur og hjúskaparstétt var fyrir 1952 aflað með prestaskýrslum en eftir 1952 út frá upplýsingum í þjóðskrá.Dánarorsakir voru flokkaðar eftir íslensku flokkunarkerfi á árabilinu 1911-1940. Aukadánarorsök var jafnan flokkuð. Dánarskýrslur 1941-1950 voru flokkaðar eftir alþjóðaflokkunarkerfi frá 1938 (ICD-5). Dánarskýrslur 1951-1970 voru flokkaðar eftir alþjóðaflokkunarkerfinu frá 1955 (ICD-8), en frá 1971-1995 var notast við alþjóðaflokkunarkerfið frá 1965 (ICD-9). Frá árinu 1996 hafa allar upplýsingar um sjúkdóma og meðfylgjandi sjúkdóma sem rituð eru á dánarvottorð verið skráð af Hagstofu. Það ár var einnig tekin upp notkun ICD-10 alþjóðaflokkunarkerfisins.
4.2 Samanburður við aðrar hagtölur
4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna
Engar bráðabirgðatölur eru gefna út fyrir dána.5. Aðgangur að upplýsingum
5.1 Miðlunarleiðir
- Fréttir birtar á vef Hagstofunnar
- Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
- Hagtíðindi, ritröð
- Landshagir, árbók Hagstofu Íslands
- Hagtíðindi. Mánaðarrit Hagstofu Íslands. Útgáfu hætt 2004
- Mannfjöldaskýrslur til ársins 1980. Í ritröðinni Hagskýrslur Íslands
- Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland
5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar
Gögn um dánarorsakir einstaklinga frá árinu 1971 eru geymd á tölvutæku formi hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands. Ekki er veittur aðgangur að einstaklingsbundnum gögnum en unnt er að fá sérvinnslur úr þeim gegn greiðslu. 5.3 Skýrslur
5.4 Aðrar upplýsingar
Frekari upplýsingar má fá hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands, s. 528 1031 eða með tölvubréfi: mannfjoldi (hjá) hagstofa.is© Hagstofa �slands, �ann 4-1-2010