Ættleiðingar


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Ættleiðingar

0.2 Efnisflokkur

Mannfjöldi

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Mannfjölda og manntalsdeild
Guðjón Hauksson
gudjon.hauksson (hjá) hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Regluleg hagskýrslugerð um ættleiðingar hófst með birtingu heildartalna um ættleiðingar 1961. Sýslumenn, áður dómsmálaráðherra, veita leyfi til ættleiðinga og senda um hverja þeirra skýrslu til Þjóðskrár. Töflur eru unnar úr þeim upplýsingum ásamt upplýsingum úr grunnum Mannfjölda- og manntalsdeildar um hinn ættleidda, foreldra og kjörforeldra.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar.

0.6 Heimildir

Ætteiðingaskýrslur sem berast til Þjóðskrár.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.
Lög um einkamálaréttarákvæði milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um hjúskap, ættleiðingu og lögráð nr. 29/1931.
Lög um þjóðskrá og almannaskráningu nr. 54/1962.
Lög um ættleiðingar nr. 130/1999.
Reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun


0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Fjöldi ættleiðinga þar sem kjörforeldrar eiga lögheimili á Íslandi. Flokkað eftir frumættleiðingum og stjúpættleiðingum, sem og aldri, kyni og fæðingarlandi barns. Áður var einnig flokkað eftir því hvort ættleitt barn hafi verið skilgetið eða óskilgetið.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Frumættleiðing: Með orðinu frumættleiðing er átt við ættleiðingu á barni sem ekki er barn eða kjörbarn maka umsækjanda, sambúðarmaka eða maka í staðfestri samvist.

Stjúpættleiðing: Með orðinu stjúpættleiðing er átt við ættleiðingu á barni eða kjörbarni maka umsækjanda, sambúðarmaka eða maka í staðfestri samvist.

Foreldrar: Þeir foreldrar sem teljast lífforeldrar barns eða ættleidds einstaklings.

Kjörforeldrar: Nýir foreldrar ættleidds barns eða einstaklings.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Almanaksárið.

2.2 Vinnslutími

Allt að sjö mánuðir.

2.3 Stundvísi birtingar

Upplýsingar um ættleiðingar á fyrra ári eru gefnar út með fréttatilkynningu í lok sumars á hverju ári, ásamt talnaefni á vefsíðu Hagstofunnar.

2.4 Tíðni birtinga

Árlega.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Engar upplýsingar eru um skekkjur í gögnunum.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Skekkjur eru nær eingöngu til komnar vegna tafa á afhendingu ættleiðingarskýrslna. Til að halda skekkjum vegna þessa í lágmarki eru skýrslur fyrst teknar saman í lok sumars.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Engin öryggismörk reiknuð þar sem um heildarsafn er að ræða.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Engar breytingar hafa verið gerðar á hugtökum eða vinnubrögðum frá upphafi hagskýrslugerðar um ættleiðingar.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur


4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Nýjustu tölur um ættleiðingar eru bráðabirgðatölur, en endanlegar tölur eru birtar samhliða útgáfu ári seinna.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
  • Hagtíðindi, ritröð
  • Landshagir, árbók Hagstofu Íslands

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögn geymd á tölvutæku formi í Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands. Ekki er veittur aðgangur að einstaklingsbundnum gögnum en unnt er að fá sérvinnslur úr þeim gegn greiðslu.

5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands, s. 528 1030 eða með tölvubréfi: mannfjoldi (hjá) hagstofa.is

© Hagstofa �slands, �ann 4-1-2010