Ríkisfangsbreytingar


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Ríkisfangsbreytingar

0.2 Efnisflokkur

Mannfjöldi

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Mannfjölda- og manntalsdeild
Guðjón Hauksson
gudjon.hauksson (hjá) hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Skipuleg töflugerð um ríkisfangsbreytingar hófst árið 1961. Árin 1961-1980 voru börn yngri en 16 ára sem fengu íslenskt ríkisfang með foreldri/foreldrum ekki talin með í útgefnum tölum um ríkisfangsbreytingar. Töflurnar taka því aðeins til þeirra, sem nefndir voru í lögum um veitingu ríkisborgararéttar. Frá og með árinu 1981 eru allir taldir sem fengið hafa nýtt ríkisfang á árinu, án tillits til aldurs.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar.

0.6 Heimildir

Breytingaskrá Þjóðskrár.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007. Lög um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952 með síðari breytingum.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Engin.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Þeir einstaklingar sem fá íslenskt ríkisfang og eiga lögheimili á Íslandi eru taldir með í töflum um ríkisfangsbreytingar.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Þeir einir eru taldir sem fengið hafa íslenskan ríkisborgarrétt með lögum frá Alþingi (6. gr. nr. 100/1952) eða með leyfisbréfi frá dómsmálaráðuneytinu (7. gr. l. nr. 100/1952). Þá eru taldir þeir sem fengið hafa ríkisborgararétt samkvæmt 3., 4., 5., 6., 7., 10. og 14. grein laga nr. 100 um íslenskan ríkisborgararétt frá 1952. Ekki eru taldir þeir sem eiga lögheimili erlendis við ríkisfangsbreytingu.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Almanaksár.

2.2 Vinnslutími

Einn til einn og hálfur mánuður frá áramótum.

2.3 Stundvísi birtingar

Tölur um ríkisfangsbreytingar eru birtar með fréttatilkynningu skv. birtingaráætlun.

2.4 Tíðni birtinga

Árlega.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Tölurnar ná til allra ríkisfangsbreytinga sem skráðar eru á árinu.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum


3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Engin öryggismörk eru reiknuð þar sem um heildarskráningu er að ræða.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Við breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt árið 1982 voru börn yngri en 16 ára talin með þeim sem fengu ríkisborgararétt ef foreldrar fengu hann. Frá og með 1981 er tala þeirra sem fá íslenskt ríkisfang með lögum ekki sambærileg við eldri tölur.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Dómsmálaráðuneytið gefur út árlega tölur um þá sem fengið hafa ríkisborgararétt. Nokkur munur er á þeim tölum og tölum Hagstofunnar sem útskýrist aðallega af því að ættleiddir einstaklingar eru taldir með í tölum Dómsmálaráðuneytisins sem og sumir einstaklingar sem að falla undur heimild 2. gr. laga nr. 100/1952. Hvougir þessara hópa eru taldir í tölum Hagstofu Íslands.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Engar bráðabirgðatölur eru gefnar út fyrir ríkisfangsbreytingar.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Fréttir birtar á vef Hagstofunnar
  • Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
  • Hagtíðindi, ritröð
  • Landshagir, árbók Hagstofu Íslands
  • Hagtíðindi. Mánaðarrit Hagstofu Íslands. Útgáfu hætt 2004
  • Mannfjöldaskýrslur 1961-1970 og 1971-1980.

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögn geymd á tölvutæku formi í Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands. Ekki er veittur aðgangur að einstaklingsbundnum upplýsingum en unnt er að fá sérvinnslur úr þeim.

5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands, s. 528 1030 eða með tölvubréfi: mannfjoldi (hjá) hagstofa.is

© Hagstofa �slands, �ann 4-1-2010