Loftför


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Loftför

0.2 Efnisflokkur

Ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Lárus Blöndal
Hagstofu Íslands
Sími: 528 1281
larus.blondal@hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Tilgangurinn er að safna gögnum um fjölda loftfara.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Ýmsar stofnanir og áhugasamir einstaklingar um fjölda loftfara.

0.6 Heimildir

Flugmálastjórn

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Árlega er leitað eftir upplýsingum vegna taflna sem birtast í Landshögum.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Upplýsingum er safnað um fjölda loftfara eftir tegund og þyngd.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Þyngd loftfara miðast við hámarksflugtaksmassa (tonn).

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Skráningartími loftfara eftir tegund og þyngd er 1. janúar ár hvert.

2.2 Vinnslutími

Vinnslutími miðast við skil á upplýsingum fyrir Landshagi sem koma út á haustmánuðum.

2.3 Stundvísi birtingar

Upplýsingar birtast árlega í Landshögum, sem koma út á haustmánuðum og eru jafnframt aðgengilegar á vef Hagstofunnar.

2.4 Tíðni birtinga

Árlegar töflur í Landshögum, árbók Hagstofu Íslands.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Upplýsingar fást beint frá Flugmálastjórn og eiga að vera bæði nákvæmar og áreiðanlegar.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum


3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar


4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Samanburður milli ára á að vera áreiðanlegur.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur


4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Ekki er unnið með bráðabirgðatölur.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
Landshagir, árbók Hagstofu Íslands

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögn koma fullunnin frá Flugmálastjórn vegna útgáfu Landshaga.

5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar


© Hagstofa �slands, �ann 18-8-2008