Upplýsingatækni - Einstaklingar


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Upplýsingatækni - Einstaklingar

0.2 Efnisflokkur

Ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Framleiðslu- og fyrirtækjadeild
Hagstofu Íslands
Borgartúni 21a
150 Reykjavík
Fax 528 1299
Bylgja Árnadóttir
Sími: 528 1263
Netfang: bylgja.arnadottir@hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Krafan um tölfræðiupplýsingar um útbreiðslu og notkun á upplýsingatækni hefur farið vaxandi á liðnum árum samhliða sívaxandi framþróun á tæknisviðinu. Í byrjun ársins 2002 tók Hagstofan við verkefni af verkefnisstjórn forsætisráðuneytisins um upplýsingasamfélagið sem felst í því að safna tölulegum upplýsingum um upplýsingasamfélagið. Fyrir tilstilli forsætisráðuneytisins höfðu fyrst Gallup og síðar Pricewaterhouse Coopers staðið fyrir árlegum könnunum frá árinu 1997 á tölvueign og internetnotkun einstaklinga búsettum á Íslandi.

Tilgangur upplýsingasöfnunarinnar er að fá mynd af notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti. Segja má að tilgangurinn sé tvíþættur, annars vegar er verið að kanna hversu tæknivædd íslensk heimili eru og hins vegar að fá upplýsingar um tölvu- og internetnotkun einstaklinga.

Hagstofan gerir árlega könnun meðal einstaklinga og heimila og var sú fyrsta framkvæmd í lok árs 2002. Frá og með árinu 2003 hafa kannanir verið framkvæmdar í marsmánuði.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Stjórnvöld, alþjóðastofnanir, lögaðilar og einstaklingar. Gögnin nýtast þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með framvindu á notkun upplýsingatækni á Íslandi og vilja bera saman notkunina á Íslandi og í öðrum löndum.

0.6 Heimildir

Árleg símakönnun Hagstofunnar, þar sem lagður er spurningalisti fyrir 2.000 manna úrtak úr þjóðskrá. Við gerð spurningalistans er stuðst við samræmdan spurningalista Evrópusambandsins. Þátttaka í könnuninni er valfrjáls.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Öllum þeim sem lenda í úrtaki er frjálst að neita þátttöku hvort sem er í einstaka spurningu eða könnuninni sem heild. Meðalviðtalstími er um 10-20 mínútur.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

Reglugerð Evrópusambandsins nr. 808/2004 um hagskýrslugerð um upplýsingasamfélagið.

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Könnunin er tvíþætt, annars vegar er spurt um þann tæknibúnað sem til er á heimilinu og hins vegar um notkun einstaklings á tölvum og interneti.

Helstu efnisþættir eru:
 • Tæknibúnaður á heimili
 • Tölvunotkun einstaklings
 • Internetnotkun einstaklings
 • Kaup á vörum og þjónustu
 • Tölvu- og internetkunnátta einstaklings

1.2 Tölfræðileg hugtök

Úrtak. Um 2.000 manna úrtak er valið handahófskennt úr þjóðskrá. Í úrtökuramma eru einstaklingar sem við upphaf könnunar eru á aldrinum 16-74 ára og hafa lögheimili á Íslandi. Lagskipt slembiúrtak er notað við val á þátttakendum. Skipt er í tvö lög eftir búsetu.

Við val á úrtaki er grunneiningin einstaklingurinn. Þess er þó gætt að ekki veljist tveir af sama heimili, því hver einstaklingur svarar fyrir hönd heimilisins spurningum um tæknibúnað á heimili.

Aldur. Miðað er við aldur svarenda á upphafsdegi rannsóknar. Upphafsdagur rannsóknar miðast við fyrsta úthringidag.

Atvinna. Við birtingu niðurstaðna eftir atvinnu svarenda er miðað við þrjá flokka:
 • Námsmenn
 • Starfandi (launþegar, sjálfstæðir atvinnurekendur og fólk starfandi í fjölskyldufyrirtæki án launa)
 • Aðrir (ellilífeyrisþegar, heimavinnandi án launaðrar vinnu, öryrkjar, bótaþegar og atvinnulausir)

Barn. Þegar flokkað er eftir heimilisgerð eru einstaklingar yngri en 16 ára taldir börn.

Búseta. Stuðst er við upplýsingar úr þjóðskrá þegar flokkað er eftir búsetu. Til höfuðborgarsvæðis teljast eftirtalin sveitafélög: Reykjavík, Seltjarnarnes, Hafnarfjörður, Álftanes, Garðabær, Kópavogur og Kjósarhreppur.

Menntun. Við flokkun eftir menntun er tekið mið af alþjóðlegri menntunarflokkun ISCED 97. Þannig samsvarar fyrsti flokkur Hagstofunnar Grunnnám stigum 1 og 2 í ISCED-flokkunarkerfinu, annar flokkur Framhaldsnám samsvarar ISCED-stigum 3 og 4 og þriðji flokkurinn Háskólanám samsvarar ISCED-stigum 5 og 6.

Tekjur heimilis. Með tekjum heimilis er átt við heildartekjur allra heimilismanna á mánuði fyrir skatt í íslenskum krónum. Tekjuflokkar eru sex. Tekjuviðmið voru hækkuð árið 2007.


Einstaklingar: Allar heildarstærðir og hlutfallsskiptingar einstaklinga eru metnar með því að vega hvert svar með tilliti til aldurs og kyns.

Flokkað er eftir:
Aldri
 • 16-24 ára
 • 25-34 ára
 • 35-44 ára
 • 45-54 ára
 • 55-64 ára
 • 65-74 ára

Aldri og kyni
 • Karlar 16-24 ára
 • Karlar 25-54 ára
 • Karlar 55-74 ára
 • Konur 16-24 ára
 • Konur 25-54 ára
 • Konur 55-74 ára

Atvinnu
 • Námsmaður
 • Starfandi
 • Aðrir

Búsetu
 • Höfuðborgarsvæði
 • Landsbyggð

Kyni
 • Karl
 • Kona

Menntun
 • Grunnnám (lokið skyldunámi)
 • Framhaldsnám (lokið stúdentsprófi, iðnnámi eða öðru framhaldsnámi ekki á háskólastigi)
 • Háskólanám (lokið háskólaprófi)


Heimili: Allar heildarstærðir og hlutfallsskiptingar heimila eru metnar með því að vega hvert svar með fjölda heimilismanna á aldrinum 16-74 ára.

Flokkað er eftir:
Búsetu
 • Höfuðborgarsvæði
 • Landsbyggð

Heimilisgerð
 • Heimili án barna yngri en 16 ára
 • Heimili með barn/börn yngri en 16 ára

Tekjum heimilis í íslenskum krónum
Tekjuviðmið árin 2005 og 2006 voru þessi:
 • Tekjuflokkur 1: 0-149 þúsund
 • Tekjuflokkur 2: 150-299 þúsund
 • Tekjuflokkur 3: 300-449 þúsund
 • Tekjuflokkur 4: 450-599 þúsund
 • Tekjuflokkur 5: 600-749 þúsund
 • Tekjuflokkur 6: 750 þúsund eða meir

Tekjuviðmið árið 2007 voru þessi:
 • Tekjuflokkur 1: 0-200 þúsund
 • Tekjuflokkur 2: 201-400 þúsund
 • Tekjuflokkur 3: 401-600 þúsund
 • Tekjuflokkur 4: 601-800 þúsund
 • Tekjuflokkur 5: 801-1.000 þúsund
 • Tekjuflokkur 6: Meira en 1 milljón

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Gögnum er safnað einu sinni á ári, innsöfnun hefst á fyrsta fjórðungi hvers árs og tekur um 2-4 vikur. Viðmiðunartími spurninga um tæknibúnað á heimili er viðtalsdagur. Viðmiðunartími tölvu- og internetnotkunar einstaklinga er ýmist þrír eða tólf mánuðir.

2.2 Vinnslutími

Gögn fyrir hvert ár eru tilbúin um tveimur til fjórum mánuðum eftir að könnun lýkur.

2.3 Stundvísi birtingar

Fréttatilkynning er gefin út um leið og niðurstöður liggja fyrir.

2.4 Tíðni birtinga

Niðurstöður eru birtar einu sinni á ári í ritröð Hagtíðinda.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Könnunin er úrtakskönnun og eru niðurstöður því háðar óvissu sem er því meiri sem sundurliðun talnaefnis er meiri.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Úrtökuskekkjur. Óvissan við úrtökurannsóknir er sú að ekki er hægt að tryggja að úrtakið sé nákvæm eftirmynd af heildarskránni eða þýðinu.

Þekjuskekkjur. Stafa annars vegar af því að sú skrá sem lögð er til grundvallar vali á úrtaki, þ.e. úrtökuramminn, er ekki tæmandi og hins vegar af því að í rammanum eru einstaklingar eða einingar sem ekki eiga þar heima.

Brottfallsskekkjur. Líkt og í öllum rannsóknum geta niðurstöður skekkst vegna þess að brottfall dreifist mismunandi eftir hópum. Helstu ástæður brottfalls eru neitanir, fjarvera eða hindranir vegna veikinda eða fötlunar eða að ekki tekst að hafa uppi á þeim sem lent hafa í úrtaki.

Skráningarskekkjur. Spyrlar geta skráð svör viðmælenda sinna ranglega, hlaupið yfir spurningar, ruglast í röð þeirra eða umorðað þær þannig að spurt verði um annað en til stóð.

Sniðskekkjur. Ófullnægjandi skipulagning og hönnun könnunar getur leitt til niðurstaðna sem eru ekki í samræmi við raunveruleikann. Orðalag spurninga getur valdið misskilningi, mismunandi röð spurninga getur leitt til ólíkra svara og reynsla svarenda af öðrum könnunum getur haft áhrif á svör þeirra.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar


4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Tölur eru að öllu jöfnu samanburðarhæfar milli ára.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Við gerð spurningalista er stuðst við samræmdan spurningalista Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Niðurstöður Hagstofu Íslands eru því samanburðarhæfar við niðurstöður kannana á öðrum Norðurlöndum sem og í löndum Evrópusambandsins.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Einungis eru birtar lokatölur.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

 • Fréttir birtar á vef Hagstofunnar
 • Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
 • Hagtíðindi, ritröð
 • Landshagir, árbók Hagstofu Íslands
 • Samnorrænar útgáfur um upplýsingasamfélagið á Norðurlöndum, gefið út af norrænu hagstofunum í samvinnu við Norræna ráðherraráðið

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögn geymd á tölvutæku formi á Hagstofunni. Ekki er veittur aðgangur að gögnunum sjálfum en unnt er að fá sérvinnslur úr þeim.

5.3 Skýrslur

 • Hagtíðindi: Upplýsingatækni
 • Nordic Information Society Statistics, 2005
 • Indicators for the Information Society in the Baltic Region. Action line 6, 2005
 • ICT Investments in Enterprises. Nordic Guidelines, 2004
 • Indicators for the Information Society in the Baltic Region. Action line 6, 2003
 • Nordic Information Society Statistics, 2002
 • The ICT Sector in the Nordic Countries, 2000

5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá ábyrgðarmanni sviðsins.

© Hagstofa �slands, �ann 6-5-2008