Afkoma sjávarútvegsins - Hagur veiða og vinnslu


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Afkoma sjávarútvegsins - Hagur veiða og vinnslu

0.2 Efnisflokkur

Fiskveiðar

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Þjóðhagsreikningar og opinber fjármál
Gyda.Thordardottir@hagstofa.is
Sími 528 1000

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Markmiðið með útgáfu Hagstofunnar á hagtölum um sjávarútveg er að upplýsa stjórnvöld og almenning um afkomu og stöðu sjávarútvegs.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Stjórnvöld, hagsmunaaðilar og aðrir sem tengjast eða hafa áhuga eða gagn af tölulegum upplýsingum um sjávarútveg.

0.6 Heimildir

Gögn til úrvinnslu vegna afkomu sjávarútvegsfyrirtækja eru fengin 1) Úr sjávarútvegstölfræði á Fyrirtækjasviði Hagstofunnar, 2) úr skattframtölum fyrirtækja, 3) frá fyrirtækjunum sjálfum og 4) Upplýsingar um verðmæti útflutnings einstakra afurða eru fengnar úr utanríkisverslunar-gögnum Hagstofunnar.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163, 21. desember 2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Gögnum er safnað beint frá fyrirtækjum í sjávarútvegi, önnur gögn eru fengin frá öðrum deildum innan Hagstofunnar.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

Á ekki við.

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Hagur veiða og vinnslu sýnir hagnað sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns, EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegs. Einnig er reiknaður hreinn hagnaður (EBT) í sjávarútvegi, samkvæmt árgreiðsluaðferð.
Við gerð yfirlits yfir afkomu sjávarútvegsgreina eru notaðir nokkrir mælikvarðar á afkomu. Í fyrsta lagi er verg hlutdeild fjármagns,þ.e. rekstrarafgangur sem ætlað er að mæta afskriftum og vöxtum af lánsfé, ávöxtun eigin fjár og tekju- og eignarsköttum. Í öðru lagi er hreinn hagnaður af reglulegri starfsemi.
Hreinn hagnaður af reglulegri starfsemi er reiknaður á tvennan hátt: Hreinn hagnaður er reiknaður á hefðbundinn hátt með því að draga bókfærðar afskriftir, verðbreytingarfærslu og vaxtakostnað frá vergri hlutdeild fjármagns.
Hreinn hagnaður er reiknaður með því að draga endurmetna fjármagnsliði, þ.e. svonefnda ársgreiðslu, og reiknaða vexti af afurðalánum frá vergri hlutdeild fjármagns. Er þá reiknað með 6% ávöxtun stofnfjár í stað afskrifta og vaxta af stofnfé, en vextir af veltufé, sem bundið er í birgðum, eru metnir jafnir nafnvöxtum af afurðalánum fiskvinnslunnar. Við uppgjör með árgreiðsluaðferðinni eru reiknaðir 6% raunvextir á allt það fjármagn sem bundið er í rekstri fyrirtækjanna, einnig eigið fé fyrirtækjanna. Á árum þegar stöðugleiki ríkir, sýnir árgreiðsluaðferðin og hefðbundið bókhaldsuppgjör svipaða afkomu.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Rekstrarreikningar (beint frá fyrirtækjum og úr framtölum) fyrir einstaka útgerðaflokka eru færðir upp til heildar út frá heildar aflaverðmæti í hverjum útgerðarflokki.
Rekstrarreikningar (beint frá fyrirtækjum og úr framtölum) fyrir einstaka vinnsluflokka eru færðir upp til heildar út frá heildar útflutningsverðmæti í hverjum flokki.
Efnahagsreikningar byggja á skattframtölum rekstraraðila og ná yfir sjávarútvegin í heild,.þ.e. bæði veiðar og vinnslu, enda ógerningur að skipta þeim upp.
Úrtaksrannsókn: Hagstofan safnar upplýsingum beint frá fyrirtækjum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
· Stunda bæði útgerð og vinnslu
· Einungis í útgerð en gera út mismunandi tegundir af bátum
· Einungis í vinnslu en eru með margþætta vinnslu
Sundurliðun: Gögnunum sem Hagstofan safnar og niðurstöðunum er skipt upp í eftirfarandi flokka:
? Útgerð: Bátar undir 10 bt; Strandveiðibátar, Bátar 10-200 bt.; Bátar >200 bt.; Uppsjávar veiðiskip; Ísfisktogarar Frystitogarar (m.v. að yfir 60% aflans sé unnið um borð); og Uppsjávarfrystitogarar. Aflaverðmæti einstakra skipa eru dregnar saman eftir tegund skipa.
Vinnsla: Frysting (ekki hægt að aðgreina eftir tegundum); Söltun og hersla; Mjölvinnsla; Fersk¬fisk vinnsla.
Útflutningur: Upplýsingar um verðmæti útflutnings einstakra afurða.
Árgreiðsla: Við mat á vaxtakostnaði í rekstraryfirlitum er að því stefnt að færa einungis raunvexti til gjalda. Lánskjör eru hins vegar mjög mismunandi. Ýmist eru lán með lágum vöxtum og verðtryggð miðað við innlendar verðlags- eða gengisbreytingar, eða þá með háum vöxtum án verðtryggingar. Við slíkar aðstæður er mjög erfitt að áætla raunvexti fyrirtækja. Einnig er torvelt að nálgast raunvexti hverrar greinar fyrir sig þ.e. frystingar, söltunar, o.s.frv., þar sem efnahagur fyrirtækja í blönduðum rekstri er yfirleitt ekki aðgreindur eftir tegund rekstrar, heldur kemur hann fram í reikningum sem ein heild.
Vegna þessara erfiðleika ákvað Þjóðhagsstofnun í byrjun níunda áratugarins að reikna svokallaða árgreiðslu (annuitet) í stað afskrifta og vaxta af fastafjármunum og Hagstofan hefur haldið því áfram. Árgreiðslan miðast við, að fastafjármunum er gefinn ákveðinn endingartími. Jafnframt er við það miðað að það fjármagn, sem bundið er í rekstri, ávaxti sig með ákveðinni prósentu. Þar með ber bæði eigið fé og lánsfé ákveðna vexti, en slíku er ekki til að dreifa við hefðbundin reikningsskil. Í þeim rekstraryfirlitum sem birt eru í fréttinni er reiknað með 6% ávöxtun stofnfjár.
Heildarverðmæti fastafjármuna (óafskrifað) í fiskvinnslu er fundið út frá gjaldfærðum afskriftum skv. skattalögum. Í útgerð er þessu á annan veg farið. Þar er árgreiðslan reiknuð út frá vátryggingaverðmæti skipa, en það er afskrifað verð. Endingartími við útreikning árgreiðslu er því hafður skemmri en ef reiknað væri af upprunalegu verði og hefur verið reiknað með, að 90% vátryggingaverðmætis afskrifist á 12 árum. Sá árafjöldi var upphafleg ákveðinn út frá meðalaldri skipa. Ekki hefur þótt ástæða til að breyta þessum endingartíma, þótt um hann ríki töluverð óvissa, þar sem erfitt er að meta raunverulegan endingartíma skipa miðað við stöðugar endurbætur. Til viðbótar við vátryggingaverðmæti skipanna er reiknuð ávöxtun á 10% af vátryggingaverðmæti sem rekstrarfjárþörf vegna veiðarfæra og þess háttar.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Viðmiðunartími talnaefnisins er almanaksárið.

2.2 Vinnslutími

Gögn um hag veiða og vinnslu geta tekið 4-5 vikur að vinna úr, útbúa veftöflur og gera hagtíðindahefti.

2.3 Stundvísi birtingar

Veftöflur um sjávarútvegsmál birtast í samræmi við útgefna birtingaráætlun Hagstofunnar.

2.4 Tíðni birtinga

Einu sinni á ári.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Áreiðanleiki gagna um fiskafla og aflaverðmæti afla er háður því að kaupandi afla skili Fiskistofu skýrslum um ráðstöfun og verðmæti.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Skráningarskekkjur. Svarendur geta skráð ranglega í skýrslur til Fiskistofu eða í skattaskýrslur, hlaupið yfir liði, ruglast í röð þeirra eða misskilið.
Úrtak fyrirtækja sem Hagstofan vinnur með inniheldur 40-45 fyrirtæki og um 60% þessara fyrirtækja skila upplýsingum til Hagstofunnar.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Útreikningar á öryggismörkum og skekkjum hafa ekki farið fram. Við úrvinnslu gagna um afla og aflaverðmæti er miðað við að nákvæmni gagna sé innan við 1%

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Tölur eru að öllu jöfnu samanburðarhæfar milli ára.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Tölfræði um hag veiða og vinnslu á að stemma vel við aðra sjávarútvegstölfræði frá ári til árs.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Einungis verða birtar lokatölur.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

- Fréttir, birtar á vef Hagstofunnar
- Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
- Hagtíðindi, ritröð

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögn eru varðveitt sem trúnaðarupplýsingar á Hagstofunni. Aðgangur að grunngögnum er bundin við þá starfsmenn Hagstofunnar sem vinna með gögnin. Ekki er veittur aðgangur að einstaklingsbundnum gögnum eða gögnum um stök fyriræki en unnt er að fá sérvinnslur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

5.3 Skýrslur

Hagur veiða og vinnslu kemur út árlega í ritröðinni Hagtíðindi.

5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar fást hjá umsjónarmanni.

© Hagstofa �slands, �ann 6-1-2016