Rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja

0.2 Efnisflokkur

Fyrirtæki

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Fyrirtækjatölfræði
Sími 5281000

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Fyrirtækjatölfræði heldur utan um gögn um rekstur fyrirtækja og afkomu þeirra.
Rekstrar- og efnahagsyfirlitum fyrir einkageirann er ætlað að gefa mynd af heildarafkomu og efnahag ýmissa hópa fyrirtækja og þróun þeirra yfir lengra tímabil.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Fyrirtækjatölfræði heldur utan um gögn um rekstur fyrirtækja og afkomu þeirra.
Rekstrar- og efnahagsyfirlitum fyrir einkageirann er ætlað að gefa mynd af heildarafkomu og efnahag ýmissa hópa fyrirtækja og þróun þeirra yfir lengra tímabil.

0.6 Heimildir

Framkvæmd byggir á:
Yfirlitin byggja að mestu á skattframtölum rekstraraðila (RSK 1.04) og rekstrarskýrslum einstaklinga (RSK 4.11), fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands og staðgreiðsluskrá.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands nr. 163/2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun


0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Rekstrar- og og efnahagsyfirlit fyrir allar atvinnugreinar viðskiptahagkerfisins utan lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi. Einnig nær yfirlitið til heilbrigðis- og umönnunarþjónustu, menningar, afþreyingar, íþrótta og félagasamtaka að því marki sem þessir aðilar eru framtalsskyldir. Þannig nær yfirlitið t.d. yfir einkareknar læknastofur en ekki til opinberra stofnanna. Einnig er þar að finna upplýsingar um fjölda launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá aftur til 2003. Yfirlitið er sett fram á formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga.

1.2 Tölfræðileg hugtök

0-1-0 Fjöldi: Fjöldi rekstraraðila í viðkomandi atvinnugrein sem skila skattframtali

0-2-0 Fjöldi launþega:
Meðaltalsfjöldi launþega þá mánuði sem greidd eru laun skv. staðgreiðsluskrá. Ekki er gerður greinarmunur á hlutastörfum og fullum störfum.

1-1-0 Rekstrartekjur: Velta er sú heildarfjárhæð sem viðkomandi eining færir til reiknings á viðmiðunartímabilinu og svarar til sölu á vörum eða þjónustu til þriðja aðila

1-1-0 Þar af söluhagnaður: Hagnaður af sölu eigna

1-2-1 Vöru og hráefnisnotkun: Notkun á vörum og þjónustu taka til virðis allra vara og þjónustu sem keyptar eru á uppgjörstímabilinu til endursölu eða notkunar við framleiðsluferlið ásamt birgðabreytingum

1-2-2 Launakostnaður: Heildarlaun sem greidd eru öllum einstaklingum á launaskrá fyrir unna vinnu á uppgjörstímabilinu auk launatengdra gjalda. Dagpeningar, ökutækjastyrkir, eftirlaun, mótframlag í lífeyrissjóð, önnur launatengd gjöld og reiknað endurgjald telst til launakostnaðar.

1-2-3 Annar rekstrarkostnaður:
Annar rekstrarkostnaður en vöru- og hráefniskaup og launakostnaður, s.s. sölukostnaður, stjórnunarkostnaður, húsnæðiskostnaður og fleira.

1-2-4 Fyrningar:
Fyrningar eigna skv. ársreikningi.

1-3-0 Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT): Hagnaður fyrir fjármagnsliði, óreglulega liði, hlutdeild í afkomu dótturfélaga og skatta

1-4-0 Fjármagnsliðir*: Nettó vaxtatekjur og verðbætur, gengismunur peningalegra eigna og skulda, arður af hlutabréfum, söluhagnaður/tap af peningalegum eignum, tekjur/gjöld af hvers konar fjármálagerningum, niðurfærsla verðbréfaeignar, verðbreytingatekjur/gjöld, tekjufærsla vegna eftirgjafar skulda og aðrar fjármagnstekjur og -gjöld.

1-5-1 Óreglulegir liðir: Afskrifaðar viðskiptakröfur, óreglulegar tekjur og gjöld, hlutdeild í rekstrarafkomu ósjálfstæðra skattaðila og önnur gjöld

1-5-2 Hlutdeild í afkomu dótturfélaga: Hlutdeild í afkomu dótturfélaga

1-6-0 Hagnaður fyrir skatt:
Hagnaður fyrir tekjuskatt**

1-7-0 Tekjuskattur: Tekjuskattur

1-8-0 Hagnaður skv. ársreikningi:
Hagnaður skv. ársreikningi

1-10-0: Úttekt úr rekstri: Arðgreiðslur og aðrar úttektir úr rekstri að t.t.t. innborgana

2-1-0 Varanlegir rekstrarfjármunir:
Varanlegir rekstrarfjármunir, þ.m.t. fasteignir, önnur mannvirki, lóðir og fasteignaréttindi.

2-1-1 Óefnislegar eignir: Samtala allra óefnislegra rekstrarfjármuna skv. ársreikningi, s.s. keypt viðskiptavild, keyptur fiskveiðikvóti, eignfærður rannsókna- og þróunarkostnaður, sérleyfi og önnur leyfi, réttur til vörumerkja og sambærileg réttindi.

2-1-2 Eignarhlutir í öðrum félögum: Eignarhlutur í innlendum og erlendum félögum, dótturfélögum og öðrum ásamt hlutdeild í eigin fé ósjálfstæðra skattaðila.

2-2-2 Birgðir:
Hráefnisbirgðir, vörur og verk í vinnslu, birgðir fullunninna vara og aðrar vörubirgðir.

2-2-3 Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur:
Viðskiptakröfur, kröfur á tengda aðila, aðrar skammtímakröfur og fyrirframgreiddur kostnaður, inneign virðisaukaskatts.

2-2-4 Handbært fé og verðbréf: Handbært fé, verðbréf og aðrar peningalegar eignir.

2-2-5 Aðrar eignir
: Aðrar eignir en að framan greinir.

2-3-1 Langtímaskuldir: Innlendar og erlendar langtímaskuldir, eftirlaunaskuldbindingar og tekjuskattsskuldbinding

2-3-2 Skammtímaskuldir:
Innborganir fyrir afhendingu, viðskiptaskuldir, næsta árs afborganir af langtímalánum, ógreiddur virðisaukaskattur, aðrar fyrirfram innheimtar tekjur og skammtímaskuldir.

2-4-0 Eigið fé: Mismunur heildareigna og -skulda.
Þegar upphæðir eru færðar á fast verðlag er notast við ársmeðaltal neysluverðsvísitölunnar fyrir rekstrartölur en áramótagildi fyrir efnahag.

*Fyrir tekjuárið 2010 var bætt við reitum í skattframtal fyrirtækja fyrir eftirgjöf skulda sem kom þá fram í gegnum fjármagnsliði í framtali. Fyrir þann tíma voru eftirgjafir skulda yfirleitt taldar fram sem aðrar tekjur í tekjuhluta skattframtals, þ.e. reit 1060, og í einhverjum tilfellum er það ennþá gert.

**Í rekstrarskýrslu einstaklinga, RSK 4.11, er ekki gerð grein fyrir sköttum vegna rekstrar sérstaklega, enda eru þeir reiknaðir með öðrum sköttum í einstaklingsframtali viðkomandi. Því er hér eingöngu um tekjuskatt rekstraraðila að ræða skv. RSK 1.04. Almennt er hlutdeild einstaklinga í veltu og afkomu atvinnugreina mjög lítil.

Notast er við neysluverðsvísitölu án húsnæðis þegar upphæðir er færðar á fast verðlag.

Eftirfarandi ÍSAT bálkar og deildir tilheyra viðskiptahagkerfinu utan lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi:

 • 03 Fiskveiðar og fiskeldi
 • B NÁMUGRÖFTUR OG VINNSLA HRÁEFNA ÚR JÖRÐU
 • C FRAMLEIÐSLA, fyrir utan deild 21 - framleiðsla á lyfjum og efnum til lyfjagerðar
 • D RAFMAGNS-, GAS- OG HITAVEITUR
 • E VATNSVEITA, FRÁVEITA, MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS OG AFMENGUN
 • F BYGGINGARSTARFSEMI OG MANNVIRKJAGERÐ
 • G HEILD- OG SMÁSÖLUVERSLUN, VIÐGERÐIR Á VÉLKNÚNUM ÖKUTÆKJUM
 • H FLUTNINGAR OG GEYMSLA
 • I REKSTUR GISTISTAÐA OG VEITINGAREKSTUR
 • M SÉRFRÆÐILEG, VÍSINDALEG OG TÆKNILEG STARFSEMI
 • N LEIGUSTARFSEMI OG ÝMIS SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA
 • R MENNINGAR-, ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTARFSEMI
 • 95 Viðgerðir á tölvum og hlutum til einka- og heimilisnota
 • 96 Önnur þjónustustarfsemi

Hér að neðan má sjá flokkun atvinnugreina:

 • Veitinga- og gistiþjónusta (ÍSAT nr. 551-553, 561, 563)
 • Tölvutengd þjónusta (ÍSAT nr. 582, 62, 631)
 • Meðal- og hátækniframleiðsla (ÍSAT nr. 20, 254, 26-30, 325)
 • Hátækni þjónusta (ÍSAT nr. 53, 58, 60-63, 72)
 • Upplýsingatækni og fjarskipti (ÍSAT nr. 261-264, 268, 465, 582, 61-62, 631, 951)
 • Upplýsinga- og dagskrármiðlun (ÍSAT nr. 581, 59-60, 639)
 • Skapandi greinar (ÍSAT nr. 3212, 58-60, 6201-6202, 7021, 7111, 731, 741-743, 8552, 90, 9101-9102)
 • Einkennandi greinar ferðaþjónustu (ÍSAT nr. 491, 4932, 4939, 501, 503, 511, 551-553, 561, 563, 771, 7721, 79)
 • Tækni- og hugverkaiðnaður (ÍSAT nr. 20, 254, 26-30, 325, 53, 58, 60-63, 72)
 • Farþegaflutningar (ÍSAT nr. 491, 4932, 4939, 501, 503, 511)
 • Farþegaflutningar á sjó og landi (ÍSAT nr. 491, 4932, 4939, 501, 503)
 • Sjávarútvegur (ÍSAT nr. 031, 102)
 • Fiskeldi (ÍSAT nr. 032)
 • Hráefnavinnsla úr jörðu og þjónustustarfsemi því tengd (ÍSAT nr. 061, 062, 071, 072, 081, 089, 091, 099)
 • Matvælaframleiðsla, önnur en fiskvinnsla (ÍSAT nr. 101, 103-108)
 • Fóðurframleiðsla (ÍSAT nr. 109)
 • Framleiðsla á drykkjarvörum (ÍSAT nr. 11)
 • Framleiðsla á textílvörum (ÍSAT nr. 13)
 • Fatagerð og framleiðsla á leðri og leðurvörum (ÍSAT nr. 14-15)
 • Framleiðsla á viði, viðarvörum og korki, önnur en húsgagnagerð; framleiðsla á vörum úr hálmi og fléttuefnum (ÍSAT nr. 16)
 • Prentun, fjölföldun og pappírsframleiðsla (ÍSAT nr. 17-18)
 • Framleiðsla á efnum, efnavörum, koksi og hreinsuðum olíuvörum (ÍSAT nr. 19-20)
 • Framleiðsla á gúmmí- og plastvörum (ÍSAT nr. 22)
 • Framleiðsla á vörum úr málmlausum steinefnum (ÍSAT nr. 23)
 • Framleiðsla málma (ÍSAT nr. 24)
 • Framleiðsla á málmvörum, að undanskildum vélum og búnaði (ÍSAT nr. 25)
 • Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum ásamt rafbúnaði og heimilistækjum (ÍSAT nr. 26-27)
 • Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum (ÍSAT nr. 28)
 • Önnur framleiðsla (ÍSAT nr. 29-32)
 • Viðgerðir og uppsetning vélbúnaðar og tækja (ÍSAT nr. 33)
 • Veitustarfsemi (ÍSAT nr. 351, 353, 360, 370)
 • Sorphirða, meðhöndlun og förgun sorps; endurnýting efnis (ÍSAT nr. 38)
 • Bygging húsnæðis; þróun byggingarverkefna (ÍSAT nr. 41)
 • Mannvirkjagerð (ÍSAT nr. 42)
 • Sérhæfð byggingarstarfsemi (ÍSAT nr. 43)
 • Sala, viðgerðir og viðhald á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum (ÍSAT nr. 45)
 • Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum (ÍSAT nr. 46)
 • Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum (ÍSAT nr. 47)
 • Flutningar á landi og eftir leiðslum (ÍSAT nr. 49)
 • Flutningar á sjó og vatnaleiðum (ÍSAT nr. 50)
 • Flutningar með flugi (ÍSAT nr. 51)
 • Vörugeymsla og stoðstarfsemi fyrir flutninga (ÍSAT nr. 52)
 • Þjónustustarfsemi tengd flutningum með flugi (ÍSAT nr. 5223)
 • Póst- og boðberaþjónusta (ÍSAT nr. 53)
 • Rekstur gististaða (ÍSAT nr. 55)
 • Veitingasala og -þjónusta (ÍSAT nr. 56)
 • Útgáfustarfsemi (ÍSAT nr. 58)
 • Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni; hljóðupptaka og tónlistarútgáfa (ÍSAT nr. 59)
 • Útvarps- og sjónvarpsútsending; dagskrárgerð (ÍSAT nr. 60)
 • Fjarskipti (ÍSAT nr. 61)
 • Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni (ÍSAT nr. 62)
 • Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu (ÍSAT nr. 63)
 • Fasteignaviðskipti (ÍSAT nr. 68)
 • Lögfræðiþjónusta, endurskoðun/reikningshald, rekstrarráðgjöf og atvinnumiðlun (ÍSAT nr. 69, 702, 78)
 • Starfsemi arkitekta og verkfræðinga; tæknilegar prófanir og greining (ÍSAT nr. 71)
 • Vísindarannsóknir og þróunarstarf (ÍSAT nr. 72)
 • Auglýsingastarfsemi og markaðsrannsóknir (ÍSAT nr. 73)
 • Önnur sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi ásamt dýralækningum (ÍSAT nr. 74-75, 80)
 • Leigustarfsemi, þó ekki fasteignaleiga (ÍSAT nr. 77)
 • Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta (ÍSAT nr. 79)
 • Fasteignarumsýsla, hreingerningarþjónusta og skrúðgarðyrkja (ÍSAT nr. 81)
 • Skrifstofuþjónusta og önnur þjónusta við atvinnurekstur (ÍSAT nr. 82)
 • Skipulagning á ráðstefnum og vörusýningum (ÍSAT nr. 823)
 • Heilbrigðis- og umönnunarþjónusta (ÍSAT nr. 86-88)
 • Menning, afþreying og íþróttir ásamt félagasamtökum (ÍSAT nr. 90-94)
 • Önnur þjónustustarfsemi (ÍSAT nr. 95-96)

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Árstölur vísa til almanaksárs og er tölunum ætlað að lýsa rekstri og afkomu fyrirtækja á viðkomandi ári.

2.2 Vinnslutími

Endanlegar tölur eru gefnar út ekki síðar en 18 mánuðum eftir að viðmiðunarári lýkur.

2.3 Stundvísi birtingar

Í samræmi við birtingaráætlun Hagstofu Íslands. Birtingaráætlun er gefin út á vef Hagstofu Íslands í október hvert ár.

2.4 Tíðni birtinga

Árlega.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Helsta gagnalindin eru skattframtöl rekstraraðila og rekstrarskýrslur einstaklinga frá Ríkisskattstjóra. Áreiðanleiki gagnanna er háður því að þessi lögboðna skylda sé virt og framtölin rétt fyllt út.

Í sumum tilfellum gefa skattframtöl ekki glögga mynd af rekstri fyrirtækja. Þetta getur t.a.m. átt við þegar fyrirtækjum er skipt upp á tekjuárinu þannig að rekstur, sem áður tilheyrði móðurfélagi, er færður yfir í dótturfélag og móðurfélagið verður að eignarhaldsfélagi eða höfuðstöðvum í framhaldinu. Einnig getur þetta t.d. átt við þegar félögum er skipt upp, þau sameinuð eða ganga í gegnum aðrar breytingar, sem hafa áhrif á skattskilin. Í þessum tilfellum endurspeglar skattframtalið ekki endilega undirliggjandi grunnrekstur. Í einhverjum tilfellum liggja ekki fyrir skattframtöl fyrir einstök ár. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er ekki framtalsskyld en er engu að síður mjög stór á smásölumarkaði. Í ofangreindum tilfellum hefur upplýsingum um rekstur og efnahag verið bætt við handvirkt í safnið.

Fram til ársins 2005 voru veitustofnanir í eigu hins opinbera ekki framtalsskyldar. Þá var lögum um veitustarfsemi breytt og frá og með 2006 var þeim gert skylt að skila inn framtali. Eftir það eru þær taldar með viðskiptahagkerfinu í þessari samantekt. Áhrif þessarar breytingar er um 100 ma. kr. aukning á veltu frá 2005 til 2006.

Fjöldi launþega er áætlaður út frá staðgreiðslugögnum. Ekki er talið með reiknað endurgjald, þ.e. þegar eigendur fyrirtækja reikna sjálfum sér laun en skrá það ekki í staðgreiðsluskrá. Reiknaður er fjöldi einstaklinga, sem fengu launagreiðslur frá ákveðnu fyrirtæki í hverjum mánuði. Síðan er tekið meðaltal yfir þá mánuði sem greidd voru laun. Þessi reikningsaðferð gefur besta mynd þegar fyrirtæki starfa aðeins hluta úr ári, en getur valdið tvítalningu þegar fyrirtæki skipta um kennitölu á miðju ári og starfsmenn færast með. Rétt er að benda á að hér er verið að reikna fjölda einstaklinga sem fengu greidd laun frá viðkomandi fyrirtæki, en ekki fjölda stöðugilda. Reynt hefur verið að hreinsa burt orlofsgreiðslur til fyrrverandi starfsmanna, en þó gætu þess háttar greiðslur hafa slæðst með og þannig valdið oftalningu. Sömuleiðis er illmögulegt að leiðrétta fyrir afturvirkum greiðslum til fyrrverandi starfsmanna, t.d. í sambandi við kjarasamninga.

Um atvinnugreinaflokkun: Á undan ÍSAT 2008 flokkunarkerfinu, þ.e. fyrir 2008, var notast við ÍSAT 95 flokkunarkerfið en hér er gerð tilraun til að flokka öll fyrirtæki skv. nýja kerfinu fyrir öll árin og því er rétt að setja fyrirvara við elstu gögnin í þessari samantekt varðandi atvinnugreinaflokkun. Það getur verið vandasamt að leiðrétta gögn langt aftur í tímann þegar kennitölur hafa skipt um hlutverk og rekstrareiningar færst á milli kennitalna, eins og gerst hefur með stór fyrirtæki á þessu tímabili. Við vinnslu gagnanna var atvinnugreinaflokkun yfirfarfarin og leiðrétt þar sem þess var þörf, s.s. þegar félög/kennitölur höfðu skipt um starfsemi á tímabilinu. Engu að síður er ekki útilokað að einhverrar ónákvæmni gæti í elstu tölunum í þessari samantekt. Þessar tölur ættu þó að gefa nokkuð góða mynd af því sem var að gerast í atvinnulífinu frá því skömmu eftir sl. aldamót.

Flest fyrirtæki falla innan skilgreiningar einnar atvinnugreinar samkvæmt ÍSAT 2008 staðlinum en sum stærri fyrirtæki eru í fleiri en einni atvinnustarfsemi. Í þeim tilvikum ræður sú atvinnugrein sem færir fyrirtækinu hærri rekstrartekjur. Nærtækasta dæmi um þetta eru e.t.v. sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru bæði í veiðum og vinnslu. Fiskveiðar tilheyra deild 03 - fiskveiðar og fiskeldi en fiskvinnsla tilheyrir deild 10 - matvælaframleiðslu. Í þessu hefti og í mörgum tilfellum hér á landi eru flokkar 03.1 - fiskveiðar og 10.2 - fiskvinnsla, vinnsla krabbadýra og lindýra teknir saman.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Helstu skekkjuvaldar geta verið villur í skattframtölum eða að fyrirtæki/einstaklingar skili ekki inn framtölum til Ríkisskattstjóra. Einnig geta fyrirtæki verið flokkuð í ranga atvinnugrein.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Engin öryggismörk eru reiknuð þar sem um heildarsafn er að ræða.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Gögnin eru samanburðarhæf milli ára þar sem samræmdum aðferðum er beitt frá ári til árs við útreikninga og vinnslu. Sambærileiki talna getur þó raskast vegna breyttra heimilda eða aðferða og einnig ef breyting verður á skilum til Ríkisskattstjóra.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur


4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna


5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

· Fréttir birtar á vef Hagstofunnar
· Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögn eru varðveitt sem trúnaðarupplýsingar á Hagstofunni. Aðgangur að grunngögnum er bundin við þá starfsmenn Hagstofunnar sem vinna með gögnin. Hagstofan veitir ekki aðgang að grunngögnum en unnt er að fá sérvinnslur úr þeim að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar


© Hagstofa �slands, �ann 18-11-2016