Samræmd vísitala neysluverðs


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Samræmd vísitala neysluverðs

0.2 Efnisflokkur

Verðlag og neysla

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Lára Guðlaug Jónasdóttir
Vísitöludeild
Hagstofa Íslands
neysluverd@hagstofa.is
sími: 528 1200

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Tilgangur: Að mæla á samræmdan hátt breytingar á verðlagi innan EES og auðvelda með því samanburð á verðbólgu milli ríkjanna.
Aðdragandi: Í Maastricht-samkomulaginu frá 1991 var kveðið á um stofnun myntbandalags Evrópuríkja (EMU) og að komið skyldi á fót sameiginlegum gjaldmiðli, evrunni. Þátttökuríkin þurftu að uppfylla viss skilyrði til fá að taka þátt í bandalaginu. Eitt þeirra var um viðmiðunarmörk fyrir verðbólgu. Nauðsynlegt þótti því að taka upp samræmdan mælikvarða fyrir verðbólgu innan Evrópusambandsins. Til undirbúnings á útreikningi á samræmdu vísitölunni hófst umfangsmikil samræmingarvinna þegar árið 1993. Sú vinna stendur enn og hefur Ísland tekið fullan þátt í henni frá upphafi. Í kjölfar þessarar undirbúningsvinnu hefur Evrópusambandið gefið út leiðbeiningar og sett lög um hvaða aðferðum skuli beita við útreikning vísitölunnar. Samræmd vísitala neysluverðs fyrir EES ríki er reiknuð mánaðarlega; frá janúar árið 1997 fyrir 17 ríki en frá 2002 fyrir 27 ríki, eftir að þær 10 þjóðir sem gengu í ESB í maí 2004 komu inn í verkefnið.
Vísitalan var sett á 100 miðað við árið 1996 og var reiknuð aftur til janúar 1995. Í janúar 2006 var skipt um viðmiðunartíma talnaefnis og miðast hann nú við árið 2005=100.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Evrópski Seðlabankinn notar samræmdu vísitöluna við mat sitt á verðlagshorfum í Evrópu.
Notuð við greiningu á verðsamleitni innan evrusvæðisins.
Notuð á Íslandi við samanburð á verðbólgu milli landa.

0.6 Heimildir

Grunnur samræmdrar vísitölu neysluverðs er reistur á sömu gögnum og íslenska neysluverðsvísitalan, þ.e. á niðurstöðum úr útgjaldarannsóknum sem Hagstofan framkvæmir reglulega. Rannsókn var gerð árið 1995 og grunnur vísitölunnar frá 1997-2002 að mestu leyti byggður á niðurstöðum hennar. Frá árinu 2000 eru útgjaldarannsóknir árlegar og frá desember 2002 eru niðurstöðurnar nýttar við árleg grunnskipti.
Samræmda vísitalan er að mestu leyti undirvísitala þeirrar íslensku þó munur sé á umfangi þeirra. Mestu munar að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Útgjöld erlendra ferðamanna og útgjöld þeirra sem búa á stofnunum eru með í vog samræmdu vísitölunnar en ekki í íslensku neysluverðsvísitölunni.
Upplýsingar um vöruverð, sem safnað er í hverjum mánuði, eru nýttar til að mæla breytingar á verðlagi. Í mánuði hverjum er safnað yfir 20.000 verðum á um 4.000 vörum. Spyrlar Hagstofunnar safna upplýsingum um verð í matvöru- og fataverslunum. Annarra upplýsinga er aflað með símbréfum og tölvupósti, símtölum við fyrirtæki og á netinu.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Um samræmdu neysluvísitöluna gilda eftirfarandi lagaákvæði í Evrópulögjöfinni. Til viðbótar lögunum hafa verið samþykktar leiðbeiningar (guidelines) um nokkur atriði, t.d. um verðlækkanir á vörum, gæðaleiðréttingar og um meðferð á tölvum.

Um samræmdu vísitöluna: Council Regulation (EC) No 2494/95 of 23 October 1995 concerning harmonized indices of consumer prices (OJ L 257, 27.10.1995, p. 1)

Um aðgerðir í upphafi: Commission Regulation (EC) No 1749/96 of 9 September 1996 on initial implementing measures for Council Regulation (EC) No 2494/95 concerning harmonized indices of consumer prices (OJ L 229, 10.9.1996, p. 3)

Um undirvísitölur: Commission Regulation (EC) No 2214/96 of 20 November 1996 concerning harmonized indices of consumer prices: transmission and dissemination of sub-indices of the HICP (OJ No L 296, 21.11.1996, p. 8)

Um gæði á vogum: Commission Regulation (EC) No 2454/97 of 10 December 1997 laying down detailed rules for the implementation of Council Regulation (EC) No 2494/95 as regardsminimum standards for the quality of HICP weightings (OJ L 340, 11.12.1997, p. 24)

Um umfang vísitölunnar varðandi vörur og þjónustu: Council Regulation (EC) No 1687/98 of 20 July 1998 amending Commission Regulation (EC) No 1749/96 concerning the coverage of goods and services of the harmonized index of consumer prices (OJ L 214, 31.7.1998, p. 12)

Um umfang vísitölunnar með tilliti til landa og íbúa: Council Regulation (EC) No 1688/98 of 20 July 1998 amending Commission Regulation (EC) No 1749/96 concerning the geographic and population coverage of the harmonized index of consumer prices (OJ L 214, 31.7.1998, p. 23)

Um gjaldskrár í vísitölunni: Commission Regulation (EC) No 2646/98 of 9 December 1998 laying down detailed rules for the implementation of Council Regulation (EC) No 2494/95 as regards minimum standards for the treatment of tariffs in the Harmonized Index of Consumer Prices (OJ L 335, 10.12.1998, p. 30)

Um meðferð trygginga í vísitölunni: Commission Regulation (EC) No 1617/1999 of 23 July 1999 laying down detailed rules for the implementation of Council Regulation (EC) No 2494/95 - as regards minimum standards for the treatment of insurance in the Harmonized Index of Consumer Prices and modifying Commission Regulation (EC) No 2214/96 (OJ L 192, 24.7.1999, p. 9)

Um breyttar skilgreiningar á undirvísitölum: Commission Regulation (EC) No 1749/1999 of 23 July 1999 amending Regulation (EC) No 2214/96, concerning the sub-indices of the harmonized indices of consumer prices (OJ L 214, 13.8.1999, p. 1)

Um reglur við að taka menntun og heilsugæslu inn í vísitöluna: Council Regulation (EC) No 2166/1999 of 8 October 1999 laying down detailed rules for the implementation of Regulation (EC) No 2494/95 as regards minimum standards for the treatment of products in the health, education and social protection sectors in the Harmonized Index of Consumer Prices (OJ L 266, 14.10.1999, p. 1)

Um hvenær taka á verð með í útreikninginn: Commision Regulation (EC) No 2601/2000 of 17 November 2000 laying down detailed rules for the implementation of Regulation (EC) No 2494/95 as regards the timing of entering purchaser prices into the Harmonized Index of Consumer Prices (OJ L 300, 29.11.2000, p. 14)

Um lágmarkskröfur vegna verðlækkana: Commision Regulation (EC) No 2602/2000 of 17 November 2000 laying down detailed rules for the implementation of Regulation (EC) No 2494/95 as regards minimum standards for the treatment of price reductions in the Harmonized Index of Consumer Prices (OJ L 300, 29.11.2000, p. 16)

Um lágmarkskröfur vegna gjalda sem eru reiknuð sem hlutföll: Commision Regulation (EC) No 1920/2001 of 28 September 2001 laying down detailed rules for the implementation of Regulation (EC) No 2494/95 as regards minimum standards for the treatment of service charges proprtional to transactions values in the Harmonized Index of Consumer Prices and amending the Regulation (EC) NO 2214/96 (OJ L 261, 29.9.2001, p. 46)

Um lágmarkskröfur ef endurskoða þarf samræmdu neysluverðsvísitöluna: Commision Regulation (EC) No 1921/2001 of 28 September 2001 laying down detailed rules for the implementation of Regulation (EC) No 2494/95 as regards minimum standards for revisions of the harmonised index of consumer prices and amending the Regulation (EC) NO 2602/200 (OJ L 261, 29.9.2001, p. 49)

Um lágmarkstíma fyrir verðsöfnun samræmdrar vísitöluneysluverðs: Council Regulation (EC) No 701/2006 of 25 April 2006 laying down detailed rules for the implementation of Regulation (EC) No 2494/95 as regards the temporal coverage of price collection in the harmonized index of consumer prices. (Tekur gildi í janúar 2008).

Unnið er að því að steypa þeim gerðum, sem til eru um vísitöluna, saman í lagabálk. Þá er unnið að gerð handbókar fyrir vísitöluna sem tekur mið af handbók um gerð neysluverðsvísitalna sem alþjóða vinnumálastofnunin stendur að.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Þar sem Hagstofan aflar sjálf að verulegu leyti verðupplýsinga með heimsóknum í verslanir má segja að svarbyrðin sé lítil sem engin fyrir þá aðila. Þeir sem þurfa að veita upplýsingar sem aflað er með símbréfum eða á netinu hafa af því einhverja fyrirhöfn en þeir spurningalistar eru yfirleitt ekki umfangsmiklir. Sama gildir um þá sem hringt er til að þeir þurfa að svara fáum spurningum. Svarbyrðin er því ekki mikil. Einstaka aðilar veita annars konar upplýsingar, til dæmis um sundurliðaðar vogir á ýmis konar vörum og þjónustu og eru þær upplýsingar oftast nokkuð ítarlegar og geta fyrirtæki haft af því nokkra fyrirhöfn.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

Sjá kafla 0.7

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Samræmd vísitala neysluverðs er Lowe fastgrunnsvísitala, keðjutengd í desember ár hvert. Vísitalan hefur sterka drætti framfærsluvísitölu því í henni er leiðrétt fyrir staðkvæmni með því að nota margfeldismeðaltal í grunni. Keðjuvogir eru notaðar til að leiðrétta staðkvæmni milli verslana og gæðaleiðréttingum beitt til að leiðrétta staðkvæmni vegna innkaupa heimila. COICOP flokkunarkerfið er notað í vísitölunni og er það hluti af þeim lögum sem um hana gilda.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Í fastgrunnsvísitölu er neyslusamsetningu haldið fastri og venjulega eru þær Lowe vísitölur. Sérstök tilvik af Lowe vísitölu eru Laspeyres þegar miðað er við eldri grunn eða Paasche vísitala þegar miðað er við nýjan grunn.
Afburðavísitölur eru samhverfar og fræðilega endurspegla þær sanna framfærsluvísitölu og taka mið af bæði gömlum og nýjum grunni.
Fimm útreikningsaðferðir eru notaðar í grunni samræmdrar vísitölu neysluverðs:
Einfalt margfeldismeðaltal (Jevon), nær yfir um það bil 47% af útgjaldagrunninum.
Vegið margfeldismeðaltal fyrir dagvörur, um það bil 21% af útgjaldagrunninum.
Laspeyres eða einfalt meðaltal (Duot), u.þ.b. 25% af útgjaldagrunninum.
Afburðavísitala (Fisher), u.þ.b. 2%
Vísitölur, u.þ.b. 5%

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Verðsöfnun fer fram í a.m.k vikutíma um miðjan hvern mánuð frá janúar 2008. Fram að því var verði safnað tvo fyrstu virku daga hvers mánaðar. Viðmiðunartíminn er bundinn í lög um neysluverðsvísitöluna.

2.2 Vinnslutími

Vinnslutími á Íslandi fylgir vinnslu vísitölu neysluverðs og er samræmda neysluverðsvísitalan reiknuð samhliða henni. Mismunandi er hvenær í mánuði verðsöfnunin fer fram í ríkjunum og er vinnslutími alls staðar lengri en á Íslandi. Þegar gögn hafa borist til Eurostat fer úrvinnslan fram, vísitölurnar eru vegnar saman og heildarvísitölur reiknaðar. Sú vinnsla tekur nokkra daga.
Vísitalan er jafnan birt um 15. mánaðar eftir útreiknings/gildismánuð.

2.3 Stundvísi birtingar

Uppfærsla á talnaefni samræmdu vísitölunnar á vef Hagstofu miðast við birtingartíma fréttar í Brussel. Vísitalan er alltaf birt samkvæmt útgáfuáætlun kl 9:00 að morgni frá apríl til október en kl. 10 frá nóvember til mars. Útgáfuáætlunin fyrir ár hvert er birt á vef Hagstofunnar í október.

2.4 Tíðni birtinga

Vísitalan er birt í hverjum mánuði

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Með árlegri endurskoðun á grunni vísitölunnar og notkun á árlegum niðurstöðum úr útgjaldarannsókn er áreiðanleiki vísitölu mikill.
Mjög umfangsmikil verðsöfnun í hverjum mánuði og mikil sundurliðun flokka sem mælingin nær yfir stuðlar ennfremur að nákvæmni.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Við útreikning vísitölu eru ýmsar skekkjur mögulegar:
Úrtaksskekkjur (þekjuskekkja, brottfallsskekkja): Ef vörusafn eða úrtak fyrirtækja endurspegla ekki þýðið rétt.
Mæliskekkjur: Geta komið fram við verðsöfnun til dæmis vegna ónákvæmra vörulýsinga, ónákvæmra merkinga í búðum og ófullnægjandi eða rangra svara viðmælenda.
Úrvinnsluskekkjur: Skráningarskekkjur og fl. koma fram í vinnslu gagna.
Aðferðaskekkjur: Mismunandi aðferðir við útreikning vísitalna valda mismunandi skekkjum. Afburðavísitölur eru samhverfar og taka þess vegna með magn tveggja tímabila. Vandinn er að upplýsingar um vogir á líðandi stund eru sjaldan tiltækar fyrr en eftir á og erfitt að reikna þær tímanlega. Þær eru frábrugðnar fastgrunnsvísitölum sem ganga annaðhvort út frá eldri vogum (Laspeyres) eða nýjum vogum (Paasche). Bjagi í framfærsluvísitölu er miðaður við vísitöluniðurstöðu sem borin er saman við fræðilega rétta framfærsluvísitölu á hverju tímabili. Afburðavísitölur endurspegla fræðilega rétta framfærsluvísitölu og miðað við hana er Laspeyres vísitala sögð bjöguð upp á við en Paasche niður á við.
Skekkjur vegna gæðabreytinga: Ef ekki er tekið tillit til breytinga á gæðum vöru eða þjónustu þegar verðbreytingar eru metnar getur verðbólgan verið of- eða vanmetin.
Skekkjur vegna staðkvæmni: Ef innkaupavenjur heimila breytast til dæmis þannig að verslað er í meira mæli þar sem verð er lágt, en úrtaki verslana haldið óbreyttu, þannig að verðlækkun vegna þessa mælist ekki í vísitölu, verður skekkja vegna staðkvæmni í innkaupum heimila sem getur þurft að leiðrétta. Staðkvæmni milli verslana verður ef vara er ekki til í einni verslun og leita verður annað eftir að kaupa hana, en slíkt er leiðrétt í útreikningi neysluvísitölunnar. Ef vöruvogum er haldið óbreyttum þegar neysluvenjur breytast getur orðið skekkja vegna staðkvæmni vöru. Slík skekkja getur orðið innan vöruflokka og einnig milli vöruflokka og dæmi um það er ef fiskur hækkar mikið í verði en kjöt lækkar og neysla heimila færist að neyslu kjöts frá fiski (m.v. venjulega verðteygni). Þessi breyting mælist ekki beint (strax) í fastgrunnsvísitölu, Laspeyres-vísitala ofmælir hana en Paashe-vísitala vanmælir hana. Margfeldismeðaltal leiðréttir fyrir staðkvæmni vöru innan vöruflokka og við ör grunnskipti minnka staðkvæmniskekkjur vísitalna verulega.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Ekki hafa verið gerðar sérstakar rannsóknir á skekkju í samræmdu neysluverðsvísitölunni

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Mjög gott innan grunntíma. Vísitölustig samanburðarhæf á milli grunna með keðjutengingu. Aðferðafræðibreytingar og stórfelldar flokkunarbreytingar geta minnkað samanburðarhæfi þegar til langs tíma er litið.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Vísitalan er reiknuð í öllum ríkjum EES sem gefur möguleika á verðbólgusamanburði á við þau ríki.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Eurostat birtir spá um samræmda vísitölu neysluverðs fyrir evrusvæðið um þremur vikum fyrir endanlega birtingu vísitölunnar. Spáin byggir á vísitölugögnum frá 9 af 12 löndum svæðisins en vigt þessara ríkja er um 95% af evrusvæðinu í heild.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Vefur Hagstofu Íslands
  • Fréttatilkynningar frá Eurostat

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögn fyrir Ísland eru varðveitt á Hagstofu og eru ekki aðgengileg öðrum en starfsmönnum vísitöludeildar. Önnur gögn eru varðveitt hjá Eurostat.

5.3 Skýrslur

Greinargerðir eru birtar á vef og í Hagtíðindum.

5.4 Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um samræmda vísitölu neysluverðs veitir
Lára Guðlaug Jónasdóttir s. 528 1200

© Hagstofa �slands, �ann 20-3-2013