Skólahald í framhaldsskólum


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Skólahald í framhaldsskólum

0.2 Efnisflokkur

Menntun

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Deild: Laun, tekjur og menntun
Tengiliður: Haukur Pálsson
Sími: 528-1042
Tölvupóstfang: haukur.palsson@hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Hagstofa Íslands hefur frá skólaárinu 1998-1999 safnað saman og haldið utan um tölfræðilegar upplýsingar um skólahald í framhaldsskólum landsins. Aðdragandi þess að Hagstofa Íslands hóf þessa starfsemi er samningur sem gerður var á milli Hagstofu Íslands og menntamálaráðuneytisins árið 1997. Söfnun þessara upplýsinga fer fram með skýrslugerð að vori ár hvert. Með skýrslugerðinni er safnað saman upplýsingum um starfstíma framhaldsskólans, vinnudaga kennara, fjölda daga í prófahald/námsmat, kennsluskipun skólans og hvort sérdeild sé starfsandi við skólann eða ekki. Allar þessar upplýsingar eru skráðar eftir haustönn og vorönn. Einstaka framhaldsskólar starfa eftir 3ja anna kerfi. Tilgangur skýrslugerðarinnar er að gefa heildarsýn yfir umfang skólastarfs í framhaldsskólum, sýna þróun í starfsemi skólans og setja fram tölur sem hægt er að nota í samanburði milli skóla og milli ára.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Niðurstöðurnar eru nýttar af menntamálaráðuneyti og af stjórnendum framhaldsskóla. Þá eru upplýsingarnar einnig notaðar af samtökum kennara og foreldra.

0.6 Heimildir

Aðalheimild Hagstofunnar er svokölluð Skýrsla um skólahald í framhaldsskólum sem send er út til allra framhaldsskóla landsins í maí ár hvert

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands 163/2007; lög um framhaldsskóla nr. 92/2008, reglugerð nr.141/1997 um söfnun og dreifingu upplýsinga um skólahald á framhaldsskólastigi; reglugerð nr. 6/2001 um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga. Samningur Hagstofu Íslands og menntamálaráðuneytisins frá 1997 um öflun upplýsinga um skóla- og menningarmál og úrvinnslu þeirra í tengslum við hagskýrslugerð.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Samkvæmt reglugerð skulu framhaldsskólar gefa menntamálaráðuneyti skýrslu um starfsemi framhaldsskóla og vinnudaga kennara. Með samkomulagi Hagstofu og menntamálaráðuneytisins frá 1997 hefur Hagstofan frá skólaárinu 1998-1999 annast framkvæmd skýrslugerðarinnar, innsöfnun gagna, úrvinnslu og birtingu niðurstaðna. Gögnum er safnað saman með rafrænum hætti eða á pappírsformi.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Skýrslugerðin nær til eftirtalinna atriða varðandi starfsemi framhaldsskólans.

Framhaldsskóli: Heiti skólans og kennitala, tölvupóstfang, rekstraraðili, umsjónarmaður með skýrslugerð, sími skólans og hvort kennsluskipulag skólans sé áfangakerfi, ársáfangakerfi eða bekkjarkerfi. Þá er einnig spurt hvort sérdeild sé starfandi við skólann.

Starfstími: Hvenær kennsla hófst og lauk (eftir bekkjum þar sem við á), heildarfjöldi reglulegra kennsludaga, fjöldi annarr.a kennsludaga, fjöldi daga í prófahald/ námsmat, skólasetningardagur og brautskráningardagur. Fjöldi annarra vinnudaga kennara á 9 mánaða starfstíma skóla. Þá eru taldir dagar þar sem kennsla féll niður t.d. vegna óveðurs, verkfalla eða annarra óviðráðanlegra orsaka. Einnig eru taldir vinnudagar kennara alls og þeir flokkaðir eftir því hvort þeir eru á starfstíma skólans eða ekki. Allar þessar upplýsingar er aðgreindar eftir haustönn og vorönn.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Skóli: Litið er á skóla sem sjálfstæða einingu sem hefur einn skólastjóra. Skóli getur verið í fleiri en einu húsi og á fleiri en einum stað, yfirleitt þó í einu sveitarfélagi.

Áfangakerfi/ársáfangakerfi: Gerður er greinarmunur á því hvort áfangakerfi viðkomandi skóla nær yfir eina önn eða heilan vetur.

Kennsla hófst: Dagsetning fyrsta kennsludags annarinnar.

Kennslu lauk: Dagsetning síðasta kennsludags annarinnar.

Skólasetning: Formlegur skólasetningardagur.

Brautskráning: Formlegur brautskráningardagur.

Prófatími hófst: Fyrsti dagur upplestrarleyfis, ef um slíkt er að ræða, annars fyrsti prófdagur.

Prófatíma lauk: Síðasti dagur sem notaður er til námsmats og /eða frágangs þess á önninni (sjúkrapróf, endurtektarpróf, yfirferð, frágangur prófa).

Reglulegir kennsludagar alls: Fjöldi daga sem nemendur voru í skóla undir skipulagðri leiðsögn kennara skv. stundaskrá. Skólaslitadagur og/eða afhendingardagur einkunna telst til reglulegra kennsludaga.

Aðrir kennsludagar: Kennsludagar þegar full kennsla samkvæmt stundaskrá fór ekki fram.

Prófahald/námsmat: Reglulegir prófdagar, sjúkra- og endurtektarprófdagar á önninni, upplestrardagar, yfirferð og frágangur prófa. Skólaárið 2001-2002 voru starfsdagar kennara án nemenda innan skólaársins taldir hér með.

Aðrir vinnudagar kennara á 9 mánaða starfstíma skóla: Dagar þegar hvorki kennsla né prófahald fór fram, t.d. dagar sem varið var til fundarhalda, samstarfs og samráðs kennara.

Dagar sem kennsla féll niður: Fjöldi daga sem kennsla var felld niður allan daginn vegna ófyrirséðra atvika t.d. vegna óveðurs eða verkfalla. Þessa daga skal ekki telja með kennsludögum.

Vinnudagar kennara alls: Samanlagður fjöldi vinnudaga kennara.

Vinnudagar kennara alls á 9 mánaða starfstíma skóla: Reglulegir kennsludagar, aðrir kennsludagar, prófahald/námsmat og aðrir vinnudagar kennara á 9 mánaða starfstíma skóla.

Vinnudagar kennara alls utan 9 mánaða starfstíma skóla: Vinnudagar kennara skipulagðir af skóla fyrir upphaf og/eða eftir lok 9 mánaða starfstíma skóla sbr. Kjarasamning KÍ og fjármálaráðuneytisins. Safnað frá skólaárinu 2002-2003.

Athugasemdir: Skýrslugerðarmönnum er boðið upp á að setja fram athugasemdir ef þeim þykir þurfa.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Óskað er eftir skýrslum frá framhaldsskólum einu sinni á ári í lok skólaárs. Skýrslan er uppgjörsskýrsla um skólahald vetrarins.

2.2 Vinnslutími

Vinnslutími niðurstaðna er u.þ.b. 4 mánuðir frá viðmiðunardegi.

2.3 Stundvísi birtingar

Helstu niðurstöður um skólahald framhaldsskólans eru birtar á vef Hagstofunnar í september. Niðurstöður úr skýrslunni eru sendar til menntamálaráðuneytisins á haustin. Birtingaráætlun er birt í október ár hvert á heimasíðu Hagstofunnar og kemur þar fram hvaða dag efnið verður birt.

2.4 Tíðni birtinga

Niðurstöður eru birtar í september á hverju ári.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Hagstofan leitar eftir gögnum frá öllum starfandi framhaldsskólum landsins. Skil skýrslna um skólahald hafa verið 100%.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Markmiðið er að halda skekkjum í lágmarki og er það m.a. gert með samanburði við skýrslugerð fyrri ára og fyrirspurnum til einstakra framhaldsskóla. Skekkjuvaldar í gögnum spretta einkum af skráningarskekkjum við innslátt eða afritun í tölvukerfi Hagstofu og mæliskekkjum (ónákvæmni eyðublaða). Skekkjur af öðrum toga geta verið þær að framhaldsskólar gefi rangar eða ekki tæmandi upplýsingar.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Á ekki við.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Hægt er að sjá upplýsingar um skólahald framhaldsskóla á vef Hagstofunnar frá skólaárinu 2001-2002. Skólaárið 2001-2002 voru starfsdagar kennara án nemenda innan skólaársins taldir með dögum um prófahald-námsmat en frá skólaárinu 2002-2003 var tölum um þessa daga safnað sérstaklega. Skerpt hefur verið á skilgreiningunum á því tímabili sem Hagstofan hefur safnað þessum upplýsingum.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Á ekki við.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Það eru ekki gefnar út neinar bráðabirgðatölur.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

Niðurstöður skýrslna eru birtar á vef Hagstofu Íslands á fyrirfram ákveðnum birtingardegi skv. birtingaráætlun.

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögnin eru geymd á tölvutæku formi á Hagstofunni.

5.3 Skýrslur

Ekki hafa verið gefnar út sérstakar skýrslur um skólahald í framhaldsskólum.

5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá ábyrgðarmanni gagna um skólahald í framhaldsskólum og öðrum starfsmönnum mennta- og menningarmáladeildar.

© Hagstofa �slands, �ann 7-2-2014