Alþingiskosningar 10. maí 2003
Kosið var til Alþingis 10. maí 2003 samkvæmt nýjum kosningalögum sem kváðu m.a. á um fækkun kjördæma í sex í stað átta áður og jafnari tölu kjósenda milli þeirra. Var Reykjavík í fyrsta sinn skipt upp í tvö kjördæmi. Við kosningarnar var tala kjósenda á kjörskrá alls 211.304 eða 73,0% landsmanna. Alls greiddu 185.392 kjósendur atkvæði eða 87,7% af öllum kjósendum á kjörskrá.