Umhverfi og loftmengun


  • Hagtíðindi
  • 27. febrúar 2006
  • ISSN: 1670-4460


Sækja pdf skjal
Í riti þessu eru dregnar fram tölulegar upplýsingar um nokkra þætti umhverfismála með áherslu á útstreymistölur mengandi lofttegunda og samanburð við önnur lönd. Á tímabilinu 1990-2004 hefur heildarútstreymi koldíoxíðs aukist hérlendis um 31% og útstreymi brennisteinsoxíðs um 7%. Í báðum tilvikum hefur útstreymi frá iðnaðarferlum aukist mikið. Útstreymi köfnunarefnisoxíða, kolmónoxíðs og rokgjarnra lífrænna efna hefur minnkað á sama tímabili. Er það fyrst og fremst vegna þess að dregið hefur úr útstreymi frá vegasamgöngum, aðallega vegna fjölgunar bíla með hvarfakúta.

Til baka