Ráðstöfunartekjur heimilageirans 1994-2005
Heildartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist um 183% á tímabilinu 1994 til 2005. Heildareigna- og tilfærsluútgjöld hafa aukist heldur meira eða um 256%. Ráðstöfunartekjur heimilanna í heild eru taldar hafa aukist um 149%, eða að meðaltali um 9% á ári.