Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði 2000-2007
Á árunum 2000-2007 voru konur með lægri laun en karlar en hlutfallslegur launamunur lækkaði á tímabilinu. Árið 2000 voru konur með 24,8% lægra reglulegt tímakaup en karlar en þessi munur var kominn í 15,9% árið 2007. Ef horft er til heildartímakaups voru konur með 24,9% lægri laun en karlar árið 2000 og var munurinn kominn niður í 18,5% árið 2007.