Forsetakjör 30. júní 2012


  • Hagtíðindi
  • 8. október 2012
  • ISSN: 1670-4746


Sækja pdf skjal
Forsetakjör fór fram 30. júní 2012. Við kosningarnar voru 235.743 á kjörskrá eða 73,8% landsmanna. Af þeim greiddu 163.294 atkvæði eða 69,3% kjósenda. Kosningaþátttaka karla var 65,8% en kvenna nokkru hærri, 72,7%. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var óvenjuhátt eða 23,4%. Sex frambjóðendur voru í kjöri til embættis forseta Íslands. Úrslit forsetakjörs urðu þau að Ólafur Ragnar Grímsson hlaut flest atkvæði, 84.036 eða 52,8% gildra atkvæða.

Til baka