Landsframleiðslan á 4. ársfjórðungi 2013
Landsframleiðslan á 4. ársfjórðungi 2013 jókst um 3,8% borið saman við 4. ársfjórðung 2012. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,6%. Einkaneysla jókst um 1,4%, samneysla um 0,7% og fjárfesting um 6,6%. Útflutningur jókst um 8,4% á sama tíma og innflutningur jókst um 5,1%. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 0,3% milli 3. og 4. ársfjórðungs 2013. Þar af jókst einkaneysla um 0,7%, samneysla um 0,2% og fjárfesting um 5%. Innflutningur jókst um 1,9% en útflutningur stóð í stað.
