Launakostnaður 2012
Árið 2012 var hlutfall launa 79,8% af launakostnaði á móti 20,2% hlutfalli annars launakostnaðar en launa. Launagreiðendur bera ýmsan annan launakostnað en beinar launagreiðslur til starfsmanna sinna. Árið 2012 var stærstur hluti þessa kostnaðar vegna mótframlags launagreiðenda í lífeyris- og séreignasjóði eða 9,6% af launakostnaði. Milli áranna 2008 og 2012 hefur samsetning launakostnaðar breyst og hlutfall annars launakostnaðar en launa aukist. Skýrist það helst af því að launagreiðslur í formi eingreiðslna lækkuðu og tryggingagjald hækkaði.