Alþingiskosningar 27. apríl 2013
Kosið var til Alþingis 27. apríl 2013. Við kosningarnar voru alls 237.807 á kjörskrá eða 73,6% landsmanna. Af þeim greiddu 193.828 atkvæði eða 81,5% kjósenda. Kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla, eða 81,9% á móti 81,1% hjá körlum. Við kosningarnar greiddu 32.199 manns atkvæði utan kjörfundar eða 16,6% kjósenda sem greiddu atkvæði en sambærilegt hlutfall var 12,5% í kosningunum 2009.