Þjóðhagsspá á vetri 2015


  • Hagtíðindi
  • 13. nóvember 2015
  • ISSN: 1670-4770


Sækja pdf skjal
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur nemi 4,3% á árinu 2015, 3,5% árið 2016 og 2,5–2,8% árin 2017–2019. Einkaneysla er talin aukast um 4,4% árið 2015, um 4,7% árið 2016, 4,2% árið 2017 en um 3% árin 2018 og 2019. Nokkur vöxtur verður í fjárfestingum á fyrri hluta spátímans og gert ráð fyrir að hún muni aukast um 17,7% árið 2015, 15,5% árið 2016, 5,7% árið 2017 en mun minna eftir það þegar fyrirséðum stóriðjuverkefnum lýkur meðal annars. Samneysla eykst um 1,1% til 1,5% árlega og verður hlutur samneyslu í þjóðarbúskapnum nánast óbreyttur á spátímanum.

Til baka