Fjármál hins opinbera 2015, bráðabirgðauppgjör


  • Hagtíðindi
  • 15. mars 2016
  • ISSN: 1670-4770


Sækja pdf skjal
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 10,7 milljarða króna árið 2015 eða 0,5% af landsframleiðslu. Til samanburðar var afkoman neikvæð um 1,2 milljarða króna árið 2014 eða 0,1% af landsframleiðslu. Tekjur hins opinbera námu um 931 milljarði króna og jukust um 2,7% milli ára. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 42,2% samanborið við 45,3% árið 2014. Útgjöld hins opinbera voru 942 milljarðar króna 2015 eða 3,7% meiri en 2014 en hlutfall þeirra af landsframleiðslu fór úr 45,3% í 42,7%.

Til baka