Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum
Hlutfall ungs fólks sem býr með foreldrum sínum hefur hækkað á undanförnum árum. Á milli 2005 og 2015 hækkaði hlutfallið úr 48,1% í 56,9% í aldurshópnum 20–24 ára. Í aldurshópnum 25–29 ára hækkaði hlutfallið um 5,9 prósentustig á milli 2009 og 2015, fór úr 15,5% í 21,4%.