Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2016
Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2016 jókst að raungildi um 10,2% frá sama ársfjórðungi fyrra árs en það er mesta aukning sem mælst hefur frá því á 4. ársfjórðungi 2007. Magnaukning landsframleiðslunnar nú skýrist að verulegu leyti af framlagi utanríkisviðskipta en útflutningur jókst að raungildi um 16,4% samanborið við sama tímabil árið 2015. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst að raungildi um 4,7% frá 2. ársfjórðungi 2016.