Alþingiskosningar 29. október 2016
Kosið var til Alþingis 29. október 2016. Við kosningarnar voru alls 246.542 á kjörskrá eða 74,1% landsmanna. Af þeim greiddu 195.203 atkvæði eða 79,2% kjósenda. Kosningaþátttaka kvenna var 79,5% en karla 78,8%. Kosningaþátttakan var breytileg eftir aldri og var hún minni meðal yngri en eldri kjósenda. Við kosningarnar greiddu 31.558 manns atkvæði utan kjörfundar eða 16,2% kjósenda en sambærilegt hlutfall var 16,6% í kosningunum 2013.