Iceland in figures 2017


Iceland in figures er bæklingur á ensku í vasabroti (11x16 sm) sem Hagstofan gefur út árlega. 2017 er 22. árgangur bæklingsins. Hann er sniðinn að ferðaþjónustunni en í honum eru ýmsar lykiltölur um land og þjóð. Í bæklingnum má m.a. finna talnaefni um veðráttu, umhverfi, mannfjölda, laun, tekjur, vinnumarkað, atvinnuvegi, utanríkisverslun, samgöngur, upplýsingatækni, ferðaþjónustu, verðlag, neyslu, þjóðarbúskap, heilbrigðismál, félagsmál, skóla, menningu og kosningar. Hægt er að kaupa prentaða útgáfu af bæklingnum á 650 kr. með því að senda tölvupóst á upplysingar@hagstofa.is. Hann er einnig til sölu í öllum helstu bókaverslunum.

Til baka