Fjármálareikningar 2005–2016


  • Hagtíðindi
  • 18. október 2017
  • ISSN: 1670-4770


Sækja pdf skjal
Heildarfjáreignir innlendra efnahagsgeira íslenska hagkerfisins námu 1.133% af vergri landsframleiðslu (VLF) samanborið við fjárskuldbindingar sem námu 1.163% af VLF, samkvæmt niðurstöðum fjármálareikninga fyrir 2016. Í fjármálareikningum er sérstök áhersla á fjármálafyrirtæki og undirgeira þeirra. Í heild námu fjáreignir fjármálafyrirtækja tæplega sexfaldri landsframleiðslu í árslok 2016. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð, sem hafa verið birt sem sérstakur undirgeiri og verið umfangsmikil í íslenska fjármálakerfinu eftir hrun fjármálakerfisins, hafa nú verið gerð upp að öllu leyti. Bundnar fjármálastofnanir eru birtar sem sérstakur undirgeiri og námu heildarfjáreignir þeirra um 180,8% af landsframleiðslu í árslok 2016.

Til baka