Þjóðhagsspá að vetri – endurskoðun
Spáð er 2,9% aukningu landsframleiðslu í ár. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Næstu ár er reiknað með að hagvöxtur verði í kringum 2,5–2,8%.