Mannanöfn og nafngiftir á Íslandi


  • Hagtíðindi
  • 26. febrúar 2018
  • ISSN: 1670-4770


Sækja pdf skjal
Þegar fjöldi eiginnafna er skoðaður kemur í ljós að um 80% nafngifta byggjast á rúmlega 200 nöfnum. Jón, Guðmundur og Sigurður eru algengustu karlmannsnöfn á Íslandi og Guðrún og Anna vinsælustu nöfn kvenna óháð fæðingarstað. Um 62% landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Meira en 35% fólks 30 ára og yngra ber sama eiginnafn og afi þeirra eða amma. Hlutfallið er enn hærra í eldri aldurshópum. Í heildina bera 8% af 50 ára eða yngri eiginnafn föður eða móður og er það algengara hjá körlum en konum. Nöfn sem foreldrar völdu nýfæddum börnum sínum eru stundum tengd íþróttum (fótbolta og handbolta) og menningu (tónlist og kvikmyndum).

Til baka