Rannsókn á launamun kynjanna 2008–2016
Hér verður fjallað um niðurstöður rannsóknar Hagstofu Íslands í samvinnu við aðgerðarhóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Rannsóknin sýnir að launamunur kynjanna minnkaði á tímabilinu 2008–2016. Óskýrður launamunur var 4,8% en skýrður launamunur 7,4% á öllu tímabilinu 2008–2016. Skýrður launamunur segir til um hversu stór hluti launamunar skýrist af þeim skýringarþáttum sem lagðir eru til grundvallar í greiningunni en óskýrður stendur fyrir þann launamun sem ekki tókst að skýra.