Fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2017
Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 18,8 milljarða króna á 4. ársfjórðungi 2017. Það er mun betri niðurstaða en á sama tíma 2016 þegar afkoman var neikvæð um 88,5 milljarða króna, en tekjuhallinn á 4. ársfjórðungi 2016 skýrist öðru fremur af 105,1 milljarðs króna fjármagnstilfærslu frá ríkissjóði til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Tekjuafgangurinn á 4. ársfjórðungi 2017 nam 2,8% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 6,3% af tekjum hins opinbera. Tekjuafkoma ársins 2017 í heild reyndist jákvæð um 38,7 milljarða króna eða sem nemur 3,5% af tekjum hins opinbera.