Þjóðhagsspá að sumri 2018


  • Hagtíðindi
  • 1. júní 2018
  • ISSN: 1670-4770


Sækja pdf skjal
Horfur eru á hægari hagvexti á næstu árum en á síðasta ári. Gert er ráð fyrir 2,9% hagvexti í ár og að einkaneysla aukist um 5,3%. Talið er að samneysla aukist um 2,5% og fjárfesting um 3,2%. Árið 2019 er útlit fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 2,7%, einkaneysla um 3,9%, samneysla um 2,1% og er gert ráð fyrir að fjárfesting aukist um 4,9%. Á árunum 2020–2023 er reiknað með að hagvöxtur verði á bilinu 2,5–2,7% og að aukning einkaneyslu verði á bilinu 2,5–3,1%, vöxtur samneyslu verði rúmlega 1,8% og aukning fjárfestingar verði að meðaltali um 2,8% á tímabilinu.

Til baka