Skilavefur

Leiðbeiningar

Hagstofa Íslands leitar nú til fyrirtækja, stofnanna og sveitafélaga um skil á gögnum um þjónustuviðskipti sín við útlönd á árinu, það er kaup á þjónustu frá útlöndum og sölu til útlanda.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í gagnaskilum um þjónustuviðskipti íslenskra fyrirtækja og stofnana við útlönd.:

Hvaða þjónusta var keypt eða seld erlendum aðilum. Hér er að finna yfirlit flokka og leiðbeiningar við þá.

Viðskiptaland. Tilgreina þarf frá hvaða landi þjónustan er keypt og/eða til hvaða lands þjónustan er seld. Miðað er við ISO-3166 landaflokkunina.

Verðmæti viðskipta. Annars vegar þarf að fylla inn upplýsingar um tekjur (útflutning) sem fyrirtæki eða stofnun hefur af sölu á þjónustu til erlendra aðila og hinsvegar þau gjöld (innflutning) sem greitt er vegna kaupa á þjónustu frá erlendum aðilum. Verðmæti skal skrá í íslenskum krónum. Aðeins þarf að tilgreina verðmæti reikningsviðskipta, greiðslur með kreditkortum eru undanskildar.

Verðmæti viðskipta milli tengdra fyrirtækja. Í þeim tilvikum þar sem kaupandi eða seljandi þjónustunnar er tengdur fyrirtækinu s.s. móður-, dóttur- eða systurfélag þarf að skrá verðmæti þjónustunnar sem seld er til eða keypt er frá tengdu fyrirtæki erlendis í þar tilgreindan reit á skilavefnum.

Upplýsingarnar eru notaðar til þess að gefa út hagtölur um þjónustujöfnuð við útlönd. Ef fyrirtæki þitt stóð ekki í þjónustuviðskiptum við útlönd á árinu er engu að síður mikilvægt að það sé staðfest á skilavef þjónustuviðskipta. Það er gert með því að skila einni tómri línu undir gjöldum og tekjum og staðfesta skil (sjá nánar á skilavef).



Nánari upplýsingar veita:
 
Sigrún Jóhannesdóttir í síma 528 1227 eða á netfangið gagnasofnun[hja]Hagstofa.is

Yfirflokkar þjónustuviðskipta.

A. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annarra
B. Eldsneyti keypt erlendis
C. Viðgerðir og viðhald
D. Sölutengd þjónusta
E. Samgöngur og flutningar
F. Ferðalög
G. Fjarskipta-, tölvu og upplýsingaþjónusta
H. Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
I. Tryggingaþjónusta
J. Fjármálaþjónusta
K. Gjöld fyrir notkun hugverka
L. Önnur viðskiptaþjónusta
M. Menningar- og afþreyingarþjónusta