FRÉTT FÉLAGSMÁL 28. NÓVEMBER 2006

Út er komið hefti Hagtíðinda um sakfellingar í opinberum málum í efnisflokknum Félags- heilbrigðis- og dómsmál.

Í ritinu birtast upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa verið sakfelldir fyrir refsiverð brot í héraðsdómi á árunum 1993-2005, en tölur sem þessar hafa ekki verið birtar áður opinberlega. Tölurnar eru greindar niður eftir brotategundum, kyni brotamanna, dómstólum og árum þegar dómur gengur. Sakfellingum vegna fíkniefnabrota hefur fjölgað hlutfallslega mest á tímabilinu í öllum átta héraðsdómunum, en lang algengustu brotin sem sakfellt var fyrir voru umferðarlagabrot.

Sakfellingar í opinberum málum 1993-2005 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.