FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 05. JÚLÍ 2004

Gistináttafjöldi á hótelum í maí svipaður á milli ára 
Gistinætur á hótelum í maí síðastliðnum voru 80.100 en voru 79.739 árið 2003 (0,45%).  Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi (-6,4%) og Norðurlandi (-2,6%).  Aukningin á Austurlandi var um rúm 10% þegar gistinætur fóru úr 2.784 í 3.070 milli ára.  Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum nam aukningin rúmum 7% en gistináttafjöldinn fór úr 6.282 í 6.728 milli ára.  Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur á hótelum í maí síðastliðnum 53.897 en voru 53.426 árið 2003, sem er 0,9% aukning.   
       Í apríl fjölgaði gistinóttum Íslendinga á hótelum um 6%, meðan gistinóttum útlendinga fækkaði um rúmt 1%.
       Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.