Gistinætur á hótelum í janúar voru 281.400 sem er 43% aukning miðað við janúar 2016. Gistinætur erlendra gesta voru 89% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 47% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 17%.

Flestar gistinætur á hótelum í janúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 206.500 sem er 30% aukning miðað við janúar 2016. Um 73% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 34.500. Erlendir gestir með flestar gistinætur í janúar voru Bretar með 87.000 gistinætur, Bandaríkjamenn með 64.700 og Kínverjar með 16.600, en íslenskar gistinætur í janúar voru 29.600.

Á tólf mánaða tímabili frá febrúar 2016 til janúar 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 3.907.600 sem er 34% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

 

 

61,8% nýting herbergja á hótelum í janúar 2017
Herbergjanýting í janúar 2017 var 61,8%, sem er aukning um 12,1 prósentustig frá janúar 2016, þegar hún var 49,7%. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 82,1%.

Gistinætur á hótelum
  Janúar   Febrúar - janúar  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
             
Alls 196.905 281.377 43 2.909.532 3.907.599 34
Höfuðborgarsvæði 158.472 206.509 30 1.898.401 2.484.009 31
Suðurnes 8.980 17.525 95 147.717 215.916 46
Vesturland og Vestfirðir 3.901 6.311 62 122.921 173.945 42
Norðurland 6.171 6.644 8 189.421 284.108 50
Austurland 2.557 9.924 288 125.583 194.491 55
Suðurland 16.824 34.464 105 425.489 555.130 30
             
Íslendingar 25.432 29.633 17 328.175 402.561 23
Erlendir gestir 171.473 251.744 47 2.581.357 3.505.038 36

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2016 og 2017 eru bráðabirgðatölur.

Talnaefni