FRÉTT MANNFJÖLDI 15. APRÍL 2004

Á fyrsta fjórðungi ársins 2004 voru skráðar 12.875 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 7.400 innan sama sveitarfélags, 3.673 milli sveitarfélaga, 1.012 til landsins og 790 frá því. Á þessu tímabili fluttust því 222 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Aðfluttir Íslendingar voru 53 fleiri en brottfluttir og aðfluttir erlendir ríkisborgarar 169 fleiri en brottfluttir.
     Á þessu þriggja mánaða tímabili voru aðfluttir til höfuborgarsvæðisins 298 fleiri en brottfluttir. Þar munar mestu um Hafnarfjörð en þangað voru aðfluttir 132 fleiri en brottfluttir. Af landsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins voru tvö með fleira aðkomufólk en brottflutt; Suðurnes (43) og Austurland (31). Flestir fluttu frá Norðurlandi vestra (41).

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.