FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 12. OKTÓBER 2022

Sumarið 2022 var verðmæti strandveiðiafla rúmir 4,7 milljarðar króna. Þar af um 1,3 milljarðar í maí, 1,9 milljarðar í júní og 1,5 milljarðar í júlí en strandveiðitímabilinu lauk í júlí í ár. Til samanburðar var verðmæti strandveiðiafla árið 2021 tæpir 3,9 milljarðar króna eða 838 milljónum minna en í ár.

Strandveiðar voru settar á laggirnar sem sérstakur kvótaflokkur fyrir smábáta árið 2009 og strandveiðitímabilið var ákveðið frá maí fram í ágústlok á hverju ári. Í ár voru 712 bátar á strandveiðum samkvæmt gögnum frá Fiskistofu og afli þeirra tæp 12.600 tonn. Til samanburðar voru 554 bátar á strandveiðum árið 2009 og aflinn 4.129 tonn.

Strandveiðiaflinn skiptist í fjögur veiðisvæði: Svæði A, svæði B, svæði C og svæði D (sjá kort) sem er í samræmi við breytingar á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Þorskveiðar skila 93% af verðmætum strandveiðiaflans og ufsaveiðar 6%. Rúmlega 58% af þorskinum var landað á svæði A og tæplega 50% ufsans á svæði D.

Veftafla, sem sýnir afla og verðmæti eftir kvótaflokkum, hefur verið uppfærð með bráðabirgðatölum sem ná út júlí 2022.








Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.