FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. NÓVEMBER 2016

Fiskafli íslenskra skipa í október var rúm 81þúsund tonn sem er 13% meiri afli en í október 2015. Botnfiskafli nam rúmum 40 þúsund tonnum og dróst saman um 2% samanborið við október 2015. Aukning var í þorskafla á milli ára en samdráttur í öðrum botnfisktegundum. Uppsjávarafli var tæp 39 þúsund tonn í október sem er 40% meiri afli en í október 2015. Síld var uppistaðan í uppsjávaraflanum og veiddust rúm 32 þúsund tonn af henni samanborið við tæp 23 þúsund tonn í október 2015.

Á 12 mánaða tímabili frá nóvember 2015 til október 2016 hefur heildarafli dregist saman um 232 þúsund tonn eða 18% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Á tímabilinu hefur botnfiskafli aukist um 11% en samdráttur í heildarafla skýrist nær eingöngu af minni loðnuafla.

Afli í október  metinn á föstu verðlagi var 2,9% meiri en í október 2015.

Fiskafli
  Október   Nóvember-október  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala         86,0             88,5     2,9      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 72.120 81.480 13 1.309.288 1.077.222 -18
Botnfiskafli 41.135 40.384 -2 434.235 461.701 6
  Þorskur 24.545 26.814 9 240.176 265.690 11
  Ýsa 4.015 3.768 -6 39.358 40.212 2
  Ufsi 3.292 3.157 -4 49.871 49.654 0
  Karfi 6.676 4.852 -27 59.153 63.458 7
  Annar botnfiskafli 2.608 1.793 -31 45.677 42.687 -7
Flatfiskafli 2.492 1.628 -35 22.563 24.669 9
Uppsjávarafli 27.751 38.753 40 842.422 577.862 -31
  Síld 22.378 32.350 45 119.102 117.545 -1
  Loðna 0 0 - 353.713 101.089 -71
  Kolmunni 2.336 1.127 -52 201.320 188.672 -6
  Makríll 3.037 5.276 74 168.242 170.550 1
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 45 5 -88
Skel-og krabbadýraafli 742 716 -4 10.012 12.904 29
Annar afli 0 0 - 54 86 58

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.