FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 20. JÚNÍ 2016

Árið 2015 voru flutt út tæp 632 þúsund tonn af sjávarafurðum samanborið við 654 þúsund tonn árið áður. Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða 2015 voru rúmlega 267 milljarðar króna sem er samdráttur um 6% frá fyrra ári. Frystar afurðir skiluðu um það bil helmingi heildarútflutningsverðmætis sjávarafurða. Af einstökum afurðum var verðmæti frysts þorsks mest, eða 35,6 milljarðar króna en verðmæti ísaðs þorsks var 34,4 milljarðar króna. Af heildarútflutningi sjávarafurða voru 75% seld til Evrópu, 9,6% til Asíu og 8% til Norður Ameríku.

Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2015  - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.