FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 22. ÁGÚST 2011


Aflaverðmæti 56,5 milljarðar króna
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 56,5 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins 2011 samanborið við 57,6 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um rúman milljarð eða 1,8% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok maí orðið 39,1 milljarður og dróst saman um 10,2% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 43,5 milljörðum króna. Verðmæti þorskafla var um 21,6 milljarðar og dróst saman um 2,4% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 5,6 milljörðum og dróst saman um 25,8%, en verðmæti karfaaflans nam 5,1 milljarði, sem er 12,4% samdráttur frá fyrstu fimm mánuðum ársins 2010. Verðmæti ufsaaflans jókst um 11,4% milli ára í tæpa 3 milljarða.

Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 4,9 milljörðum króna í janúar til maí 2011, sem er 17% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 21,4% milli ára og nam tæpum 10,9 milljörðum. Má rekja þá verðmætaaukningu til aukins loðnuafla. Verðmæti hans nam 8,7 milljörðum króna og jókst um 248% milli ára.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 28,8 milljörðum króna og jókst um 14,3% frá árinu 2010. Aflaverðmæti sjófrystingar voru tæpir 15,6 milljarðar sem er 11,4% samdráttur milli ára. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 5,7% milli ára og var um 9 milljarðar króna.

Verðmæti afla janúar-maí 2011      
Milljónir króna Maí Janúar–maí Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 11.070,6 10.433,1 57.556,4 56.495,6 -1,8
Botnfiskur 8.370,0 8.418,8 43.492,7 39.052,3 -10,2
Þorskur 3.580,6 4.486,4 22.120,7 21.587,9 -2,4
Ýsa 1.580,4 1.034,4 7.609,9 5.649,4 -25,8
Ufsi 605,6 966,9 2.676,9 2.982,3 11,4
Karfi 512,6 1.029,1 5.833,6 5.107,6 -12,4
Úthafskarfi 1.153,9 112,4 1.153,9 112,4 -
Annar botnfiskur 936,9 789,5 4.097,7 3.612,7 -11,8
Flatfisksafli 1.113,6 1.353,9 4.180,8 4.890,2 17,0
Uppsjávarafli 1.106,9 0,0 8.937,7 10.852,4 21,4
Síld 84,7 0,0 410,8 304,4 -25,9
Loðna 0,0 0,0 2.494,4 8.683,6 248,1
Kolmunni 1.021,8 0,0 3.131,6 151,3 -95,2
Annar uppsjávarafli 0,3 0,0 2.900,8 1.713,1 -40,9
Skel- og krabbadýraafli 454,0 383,3 859,8 1.074,7 25,0
Rækja 231,2 194,2 585,4 812,1 38,7
Annar skel- og krabbad.afli 222,8 189,1 274,4 262,6 -4,3
Annar afli 26,1 277,1 85,5 625,9 632,4

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-maí 2011    
Milljónir króna Maí Janúar–maí Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 11.070,6 10.433,1 57.556,4 56.495,6 -1,8
Til vinnslu innanlands 4.230,0 4.230,1 25.194,0 28.790,5 14,3
Í gáma til útflutnings 957,1 598,9 4.410,9 2.596,6 -41,1
Landað erlendis í bræðslu 8,6 0,0 83,6 145,5 74,1
Sjófryst 3.622,3 3.259,7 17.568,5 15.558,1 -11,4
Á markað til vinnslu innanlands 2.025,4 2.154,0 9.541,3 8.994,0 -5,7
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 16,3 25,1 90,7 25,1
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0
Fiskeldi 8,6 0,0 39,6 0,0
  Aðrar löndunartegundir 202,2 165,3 628,0 385,8 -38,6

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-maí 2011  
Milljónir króna Maí Janúar–maí Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 11.070,6 10.433,1 57.556,4 56.495,6 -1,8
Höfuðborgarsvæði 1.809,0 2.249,9 10.841,0 10.055,6 -7,2
Suðurnes 1.917,6 2.003,1 10.251,7 10.407,7 1,5
Vesturland 611,2 878,5 3.687,1 4.094,4 11,0
Vestfirðir 685,6 724,9 3.102,0 2.983,9 -3,8
Norðurland vestra 946,9 723,1 4.065,9 3.567,7 -12,3
Norðurland eystra 1.956,9 1.711,7 8.128,5 8.002,0 -1,6
Austurland 1.228,1 573,6 6.958,6 7.686,1 10,5
Suðurland 949,5 969,5 6.027,3 6.956,1 15,4
  Útlönd 965,7 598,9 4.494,3 2.742,1 -39,0

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.