FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 23. JANÚAR 2006


Aflaverðmæti var 56,6 milljarðar króna

Á tímabilinu janúar til október 2005 var aflaverðmæti íslenskra skipa  af öllum miðum 56,6 milljarðar króna. Verðmætið er nánast það sama, eða 100 milljónum meira en á sama tíma árið áður. Verðmæti botnfiskaflans var 38,9 milljarðar sem er svipað og árið 2004. Samdráttur var í aflaverðmæti þorsks um 12,5% en aflaverðmætið nam 20,2 milljörðum á fyrstu tíu mánuðum ársins 2005. Verðmæti úthafskarfaafla sem var 1,7 milljarðar dróst einnig saman eða um 37%. Hins vegar var verðmæti ýsuaflans 7,4 milljarðar og jókst um 24% og aflaverðmæti karfa var 4,7 milljarðar sem er 53% aukning milli ára. Síldaraflinn heldur áfram að aukast að verðmæti en aflaverðmætið nam 5,4 milljörðum sem er nánast tvöföldun á milli ára. Á móti kemur að verðmæti kolmunnaaflans sem var 1,4 milljarðar hefur dregist saman um 43% frá 2004. Verðmæti skel- og krabbadýraafla minnkar, einkum vegna minni rækjuafla en verðmæti hans nam 700 milljónum og dróst saman um 63%.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu var 22,3 milljarðar og dregst saman um 11% frá fyrra ári. Þar af nam aflaverðmæti botnfisks 14,8 milljörðum og dróst saman um 6,3% og aflaverðmæti uppsjávarfisks var 5,9 milljarðar sem er samdráttur upp á 13,3%. Verðmæti þess afla sem fluttur er út óunninn jókst hins vegar um 10,8%, var 5,7 milljarðar og einnig jókst verðmæti sjófrysts afla, en verðmæti hans nam 19,4 milljörðum sem er 17,3% aukning. Er það fyrst og fremst vegna aukningar í sjófrystingu uppsjávarfisks sem veldur þessu en verðmæti hans nam 6,1 milljarði króna sem er vel yfir tvöföldun milli ára.

Unnið var úr mesta aflaverðmætinu á höfuðborgarsvæðinu eða 9,9 milljörðum sem er 15,8% aukning milli ára. Einnig var töluverð aukning á aflaverðmæti unnu á Suðurlandi, eða 21% meira en árið áður. Á Norðurlandi eystra nam aukningin 8,9%. Samdráttur varð hins vegar töluverður á aflaverðmæti sem tekið var til vinnslu á Vesturlandi eða sem nam 43% en einnig gætti samdráttar á Vestfjörðum og á Austurlandi.

Verðmæti afla janúar–október 2005
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Október Janúar–október fyrra ári í %
    2004 2005 2004 2005 Jan.–okt.
             

Verðmæti alls

5.720,7 4.574,5 56.497,3 56.594,0 0,2
             

Botnfiskur

4.333,8 3.677,0 39.071,1 38.851,6 -0,6
 

Þorskur

2.458,6 1.902,4 23.086,0 20.203,0 -12,5
 

Ýsa

858,7 850,3 5.972,4 7.375,8 23,5
 

Ufsi

418,6 245,3 2.186,0 2.253,7 3,1
 

Karfi

301,5 341,7 3.065,0 4.695,0 53,2
 

Úthafskarfi

4,7 0,0 2.637,4 1.666,0 -36,8
 

Annar botnfiskur

291,7 337,3 2.124,4 2.658,1 25,1

Flatfiskur

352,0 233,5 5.386,6 4.412,1 -18,1

Uppsjávarafli

957,1 643,1 9.686,4 12.019,3 24,1
 

Síld

593,4 631,4 2.780,0 5.394,4 94,0
 

Loðna

0,0 0,0 3.902,9 4.746,8 21,6
 

Kolmunni

363,8 11,6 2.496,8 1.419,5 -43,1
 

Annar uppsjávarafli

0,0 0,0 506,7 458,6 -9,5

Skel- og krabbadýraafli

77,8 20,9 2.343,2 1.305,6 -44,3
 

Rækja

70,4 19,8 1.881,2 694,1 -63,1
 

Annar skel- og krabbad.afli

7,3 1,2 462,0 611,5 32,4

Annar afli

0,0 0,0 9,9 5,3 -46,3

 

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar–október 2005
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Október Janúar–október fyrra ári í %
    2004 2005 2004 2005 Jan.–okt.
             
Verðmæti alls 5.720,7 4.574,5 56.497,3 56.594,0 0,2
             
Til vinnslu innanlands 2.128,5 1.716,5 25.072,2 22.312,0 -11,0
Í gáma til útflutnings 657,7 599,0 5.173,9 5.731,6 10,8
Landað erlendis í bræðslu 7,1 0,0 98,8 62,2 -37,0
Sjófryst 2.090,3 1.294,5 16.552,6 19.412,8 17,3
Á markað til vinnslu innanlands 674,1 752,1 7.865,5 7.696,6 -2,1
Á markað, í gáma til útflutnings 116,0 172,4 898,0 967,0 7,7
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 26,7 17,6 326,2 167,1 -48,8
Selt úr skipi erlendis 11,7 15,1 318,2 69,7 -78,1
Fiskeldi 0,5 0,0 31,7 9,5 -70,1
Aðrar löndunartegundir 7,9 7,3 160,2 165,4 3,3
Verðmæti afla eftir verkunarsvæðum janúar–október 2005
Milljónir kr.   Breytingar frá
    Október Janúar–október fyrra ári í %
    2004 2005 2004 2005 Jan.–okt.
             
Verðmæti alls 5.720,7 4.574,5 56.497,3 56.594,0 0,2
             
Höfuðborgarsvæði 1.113,4 646,5 8.584,9 9.943,1 15,8
Suðurnes 778,2 911,3 9.512,3 9.792,4 2,9
Vesturland 246,6 249,8 3.909,9 2.246,8 -42,5
Vestfirðir 384,7 328,0 3.593,3 3.113,8 -13,3
Norðurland vestra 540,3 439,5 4.508,3 4.125,9 -8,5
Norðurland eystra 749,7 446,1 8.772,0 9.553,9 8,9
Austurland 796,9 407,5 6.959,4 5.947,8 -14,5
Suðurland 467,4 573,4 5.177,1 6.266,3 21,0
Útlönd 643,5 572,4 5.479,9 5.603,9 2,3

Upplýsingar um afla og aflaverðmæti¹ janúar-október 2005 er að finna í talnaefni.

¹Þessar upplýsingar byggja á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum sem Fiskistofa safnar frá fiskkaupendum. Fyrir árið 2005 er stuðst við bráðabirgðatölur en endanlegar tölur liggja að baki talna fyrir árið 2004. Athuganir benda til þess að endanlegar tölur séu að hámarki 1-2% hærri en bráðabirgðatölur þegar á heildina er litið en fyrir örfáar fisktegundir getur munurinn þó orðið meiri.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.