FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 23. SEPTEMBER 2021

Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var leiðrétt 6. október 2021 frá upprunalegri útgáfu vegna leiðréttingar á skuldum hins opinbera á árunum 2016 og 2020. Leiðréttingin átti rætur að rekja til leiðréttinga á skuldum ÍL-sjóðs og LÍN. Leiðrétt var umfjöllun um Heildarfjáreignir og -skuldir hins opinbera og fjármálafyrirtækja og talnaefni uppfært til samræmis.

Heildarfjáreignir innlendra aðila námu tæplega 31.607 milljörðum króna við árslok 2020 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fjármálareikninga eða sem nemur 1.075% af vergri landsframleiðslu (VLF). Heildarskuldbindingar námu um 30.643 milljörðum króna eða 1.042% af VLF. Hrein fjáreign innlendra aðila var því jákvæð um 963,6 milljarða króna í lok árs 2020 en var jákvæð um 518,7 milljarða árið áður.

Bráðabirgðatölur fyrir 2020

Fjáreignir heimilanna stóðu í tæplega 8.702 milljörðum króna og fjárskuldir í um 2.534 milljörðum í lok árs 2020, samsvarandi 296% og 86% af VLF.

Heildarfjáreignir fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja námu rúmlega 4.273 milljörðum króna samkvæmt uppfærðum tölum en fjárskuldir stóðu í 8.668 milljörðum.

Fjáreignir fjármálafyrirtækja námu um 16.052 milljörðum króna í lok árs 2020 en fjárskuldbindingar voru 16.067 milljarðar.

Í lok árs 2020 námu fjáreignir hins opinbera 2.471 milljörðum króna, eða sem nemur tæplega 84% af VLF, og skuldir 3.366 milljörðum eða 114% af VLF.

Fjármálaeignir erlendra aðila stóðu í 3.506 milljörðum króna, eða 119% af VLF í árslok 2020, og skuldbindingar í 4.455 milljörðum eða 151% af VLF.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.