Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu hefur verið breytt frá upprunalegri útgáfu.
Ný fréttatilkynning var gefin út í staðinn. 

Landsframleiðslan á 1. ársfjórðungi 2018 jókst að raungildi um 5,4% frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 6,8%. Einkaneysla jókst um 5,9%, samneysla um 2,9% og fjárfesting um 11,6%. Útflutningur jókst um 11,1% á sama tíma og innflutningur jókst um 14,9%. Helstu drifkraftar hagvaxtar er fjárfesting og einkaneysla. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 2,6% milli 4. ársfjórðungs 2017 og 1. ársfjórðungs 2018.

 

Landsframleiðslan á 1. ársfjórðungi 2018 - Hagtíðindi

Talnaefni