Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 47,9 milljarðar króna í apríl 2020 en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði 47,8 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður jákvæður um 0,1 milljarð króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 1,4 milljarða króna, en útflutt þjónusta var áætluð 18,7 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 17,3 milljarðar.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta í apríl 2020 var því áætlað 66,6 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 65,1 milljarður. Vöru- og þjónustujöfnuður var fyrir vikið áætlaður jákvæður um 1,5 milljarða í apríl 2020.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 332,3 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við 404,6 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2019. Verðmæti innflutnings var áætlað 325,4 milljarðar borið saman við 376,4 milljarða fyrir sama tímabili 2019. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu fjóra mánuði ársins 2020 var því áætlaður jákvæður um 7,0 milljarða samanborið við 28,3 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama tímabil árið á undan.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til apríl 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Apríl Janúar-apríl
20192020 2019 2020
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls96.249,766.625,7404.649,7332.332,1-17,9
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði51.466,547.938,9228.088,8198.180,1-13,1
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta44.783,218.686,7176.560,8134.152,0-24,0
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls100.260,765.149,5376.399,0325.378,8-13,6
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði65.420,247.815,8239.330,4216.626,4-9,5
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta34.840,517.333,6137.068,6108.752,3-20,7
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði-4.011,01.476,228.250,76.953,3

Talnaefni