FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 17. FEBRÚAR 2022

Verðmæti þjónustuútflutnings í nóvember 2021 var áætlað 40,3 milljarðar króna og jókst um 63% frá því í nóvember 2020 á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðalögum voru áætlaðar um 14 milljarðar í nóvember og aukast enn verulega, eins og undanfarna mánuði, samanborið við sama tíma árið 2020. Tekjur af samgöngum og flutningum voru áætlaðar 10,3 milljarðar króna í nóvember og jukust um 61% miðað við nóvember 2020. Verðmæti annara þjónustuliða í útflutningi var áætlað 15,9 milljarðar í nóvember og dróst saman um 1% frá því í nóvember árið áður.

Verðmæti þjónustuinnflutnings í nóvember var áætlað 40,9 milljarður króna og jókst um 60% frá því í nóvember 2020 á gengi hvors árs. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis voru áætluð 12,4 milljarðar í nóvember og jukust þau verulega samanborið við nóvember árið áður. Útgjöld vegna samgangna og flutninga voru áætluð 8 milljarðar í nóvember og jukust um 73% miðað við nóvember 2020. Verðmæti annarra þjónustuliða í innflutningi var áætlað 20,5 milljarðar í nóvember og jókst um 18% frá því í nóvember fyrir ári.

Verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá desember 2020 til nóvember 2021, var áætlað 464,4 milljarðar króna og jókst um 18% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan. Á sama tímabili var verðmæti þjónustuinnflutnings áætlað 358,5 milljarðar og jókt um 12% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan.

Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 72,4 milljarðar króna í nóvember 2021 en vöruinnflutningur 93,5 milljarðar. Vöruskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 21 milljarð króna. Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í nóvember 2021 var því áætlað 112,8 milljarðar króna og jókst um 48% miðað við sama mánuð 2020. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 134,4 milljarðar og jókst um 53% miðað við sama mánuð 2020.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 1.212,1 milljarður króna á síðustu tólf mánuðum og jókst um 21% miðað við tólf mánuðina þar á undan. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil var áætlað 1.260 milljarðar og jókst um 22% miðað við tólf mánuði þar á undan. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði er því áætlaður neikvæður um 47,9 milljarða króna samanborið við 28,8 milljarða neikvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.

Meðferð leigusamninga er tengjast utanríkisverslun eru til endurskoðunar og getur sú endurskoðun haft áhrif á bæði vöruskipta- og þjónustujöfnuð.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga

Talnaefni
Þjónustuviðskipti við útlönd eftir mánuðum 2018-2021
Brúartafla vöruviðskipta, þjónustuviðskipta og greiðslujafnaðar eftir mánuðum 2018-2021

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.