FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 01. SEPTEMBER 2015

Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 1. september 2015 09:08 frá upprunalegri útgáfu.

Á árinu 2014 var seld þjónusta til útlanda fyrir 498,4 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir 363,6 milljarða króna. Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 134,8 milljarða króna.

Á árinu 2014 var mest selt til útlanda af samgöngu- og flutningaþjónustu líkt og árið áður. Sala á samgöngu- og flutningaþjónustu var 189,2 milljarðar eða 38% af heildarútflutningi þjónustu. Árið 2013 nam salan 190,1 milljarði, á gengi hvors árs. Næst samgönguþjónustu kom sala á ferðaþjónustu og nam hún 159 milljörðum eða 31,9% af heildartekjum vegna þjónustuútflutnings á árinu 2014. Árið 2013 nam sala á ferðaþjónustu 130,8 milljörðum á gengi hvors árs. Sala af annarri viðskiptaþjónustu nam 40 milljörðum eða 8% af heildarútflutningi þjónustu árið 2014. Árið 2013 nam sú þjónusta 38,2 milljörðum, á gengi hvors árs. 

Á árinu 2014 var mest keypt frá útlöndum af ferðaþjónustu, 113,6 milljarðar eða 31,2% af heildarinnflutningi þjónustu. Árið 2013 námu þau kaup 103,5 milljörðum á gengi hvors árs. Á eftir ferðaþjónustu var mest keypt af annarri viðskiptaþjónustu, 109,8 milljarðar eða 30,2% af heildarinnflutningi þjónustu. Rekstrarleiga er stærsti liður annarrar viðskiptaþjónustu. Árið 2013 námu þau kaup tæpum 99 milljörðum á gengi hvors árs. Þar á eftir voru kaup á samgöngu- og flutningaþjónustu, 58,5 milljarðar eða 16,1% af heildarinnflutningi á þjónustu árið 2014. Árið 2013 námu þau kaup 59,8 milljörðum, á gengi hvors árs.

Samgöngu- og flutningaþjónusta skiluðu 130,7 milljarða króna afgangi og ferðaþjónusta skilaði 45,5 milljarða króna afgangi. Hins vegar var 69,8 milljarða króna halli af annarri viðskiptaþjónustu. Árið 2013 skiluðu samgöngu- og flutningaþjónusta 130,3 milljarða króna afgangi og ferðaþjónusta 27,3 milljörðum, á gengi hvors árs. Halli af annarri viðskiptaþjónustu nam 60,7 milljörðum árið 2013, á gengi hvors árs.

Þjónustuviðskipti voru mest til og frá ESB ríkjum, 47,9% af útfluttri þjónustu og 61,2% af innfluttri þjónustu. Afgangur var af jöfnuði við ESB sem nam tæplega 16,2 milljarði á árinu 2014. Innflutningur og útflutningur á þjónustu árið 2014 við einstök lönd var, eins og fyrri ár, mest við Bretland, Bandaríkin og Danmörku.

Töflur með ýtarlegri sundurliðun þjónustuflokka og landaskiptingu hafa verið birtar á vef Hagstofunnar.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2014 eftir flokkunum
  2014
  Útflutningur % Innflutningur % Jöfnuður
Verðmæti í milljónum króna          
Þjónusta alls 498.447,8 100,0 363.611,8 100,0 134.836,0
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 25.523,9 5,1 0,0 0,0 25.523,9
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. 5.980,2 1,2 17.733,8 4,9 -11.753,6
3. Samgöngur og flutningar 189.240,4 38,0 58.531,0 16,1 130.709,4
4. Ferðalög 159.049,6 31,9 113.594,1 31,2 45.455,5
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 3.571,7 0,7 765,7 0,2 2.805,9
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta 2.714,4 0,5 5.301,7 1,5 -2.587,3
7. Fjármálaþjónusta 19.248,2 3,9 15.022,5 4,1 4.225,7
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 18.744,6 3,8 13.826,4 3,8 4.918,2
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 25.925,6 5,2 20.573,7 5,7 5.351,8
10. Önnur viðskiptaþjónusta 39.955,3 8,0 109.769,9 30,2 -69.814,6
11. Menningar, afþreyingar og persónuleg þjónusta 5.206,3 1,0 6.213,0 1,7 -1.006,7
12. Opinber þjónusta ót.a. 3.287,5 0,7 2.279,9 0,6 1.007,6
Þjónustuviðskipti við útlönd árið 2014 eftir markaðssvæðum      
  2014
  Útflutningur % Innflutningur % Jöfnuður
Verðmæti í milljónum króna          
Þjónusta alls 498.447,8 100,0 363.611,8 100,0 134.836,0
ESB 238.654,6 47,9 222.482,3 61,2 16.172,2
EFTA 63.108,7 12,7 26.606,6 7,3 36.502,1
Önnur Evrópulönd 12.208,4 2,4 6.768,6 1,9 5.439,9
Bandaríkin 83.543,7 16,8 70.004,6 19,3 13.539,0
Kanada 19.440,0 3,9 4.481,3 1,2 14.958,7
Önnur lönd 66.757,3 13,4 22.192,6 6,1 44.564,7
Ótilgreint á land 14.735,2 3,0 11.075,9 3,0 3.659,3

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.